föstudagur, apríl 20, 2007

Draumar

Hef aldrei bloggað um drauma, en vá hvað mig dreymdi ótrúlega magnaðan draum í nótt. Kallinn ásamt góðu föruneyti var hvorki meira né minna að berjast við að bjarga heiminum frá vonda kallinum. Svona nettur Jack Bauer fílingur nema engar byssur voru notaðar, bara hnefarnir og hamar. Sögusviðið var heldur ekki stór hluti af heiminum heldur fór þetta að mestu leiti fram á Urðarteig 7, 740 Neskaupstað. Ætla nú ekki að fara í smáatriðum yfir drauminn, þótt hann hafi falið í sér spennu, hrylling, plott, kjaftshögg, kleinur og kaffi, horfin lík og vondan kall sem þurfti að drepa með því að berja í hausinn á honum með hamri, þurfti þó að vera vinstra meginn þar sem hann var með stálplötu hægra meginn.
En það var tvennt sem ég fór að velta fyrir mér með drauma í morgun:
Annars vegar, hvernig getur manni dreymt að maður situr á tveggja tíma löngum fyrirlestri um klofningu atóma (sem gaurinn með stálplötuna hélt, hann vissi sko ekki að ég var með hamarinn inná mér og áformaði árás) þar sem maður fylgdist með af miklum áhuga og allt meikaði algjörlega sens, þrátt fyrir að dreymandi sé algjörlega ókunnur klofningu atóma.
Hins vegar gerði vondi kallinn þvílíka plottið á móti mér, plott sem dró mig og félaga út frá urðarteigi 7 (þar sem stjórnstöð eyðileggingar alheimsins var) yfir í urðarteig 4b (sem er ekki til held ég), ég meina það er ég sem er að dreyma þetta, hvernig gat ég fallið fyrir þessu plotti vonda kallsins?

Get glatt ykkur með því að heimurinn bjargaðist að lokum

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hehe, snilld...en hanna Urðarteigur 7 Hvar er hann aftur........

Allavega: "Góður draumur maður"

Nafnlaus sagði...

Jæja góði. ég fæ þennan fyrirlestur hjá þér fljótlega.

Nafnlaus sagði...

Neskaupstaður greinilega þér alltaf efst í huga...á ekkert að fara drífa sig HEIM í gullæðið? Intrum er að leita að skrifstofustjóra...reyndar á Egilsstöðum...en það er nú næstum því heim :Þ

Nafnlaus sagði...

Heiða mín,

Hann Rassmus fór ei hamförum
Ég las það í blöðum
Að hann dó úr leiðindum
Við að búa á Egilstöðum

Sævar Jökull Solheim sagði...

újeh!! forsmekkur af nýjasta outloud laginu! :)

Nafnlaus sagði...

Nei reyndar á L. Helguson samstarfsmaður þinn þennan texta, eða lagið allavega...

Nafnlaus sagði...

stundum held ég að þú sért ekki heilbrigður sævar minn.
kv. Óskar

Nafnlaus sagði...

Þetta minnir mig á þegar ég og Ingvi frændi okkar vorum að leika okkur og hann fékk að ráða hvernig leikurinn var. Þá vantaði ekki tilviljanirnar. En kleinurnar á Urðateig 7 klikkuðu aldrei :)