föstudagur, febrúar 09, 2007

Föööööstudagslagið

Í haust hélt Draupnisklúbburinn aðra árshátíð ársins 2006 og tókst hún stórvel, menn gengu jafnvel svo langt að segja "besta árshátíð ever"
Eins og gengur og gerist á draupnisárshátíðum þá var haldinn fjöldi móta en í þetta skiptið var haldið fyrsta singstarmót Draupnisins... myndu video upptökur frá kvöldinu duga í föstudagslagið út árið... en... af mikilli virðingu við samfélagsmenn mína (og öðru fólki sem gæti slysast til að sjá myndbandið) ákvað ég að kippa út hljóðinu og setja inn uppáhaldslagið mitt í staðinn.
Hér er afraksturinn...

skál!

eins og áður með stór myndbönd, þá er gott að smella á pásu takkann og bíða þar til myndbandið er fullhlaðið

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ÞETTA ER ÞAÐ Lélegasta Föstudagsmyndband sem set hefur verið inná veraldar vefinn. Ólafur Arnar, Þórarinn og þú voruð það 1 sem hægt var að horfa á. Hjalti þórsson minti á Birgittu Haukdal í uppsetningu Jóns Gnarr.
Videoið fór vesnandi með hveri sekúndu. Og að sjálfsögðu toppaði videoið í endann með því að RÚSTA FLOTTASTALAGI EVER. AFHVERJU GERIRÐU MÉR ÞETTA!!!!

Sævar Jökull Solheim sagði...

óþarfi að vera bitur þótt þú hafir ekki verið í singstarkeppni

Nafnlaus sagði...

Hef aldrey á minni Löngu ævi verið Bitur né reiður

Nafnlaus sagði...

Hehe, mér fannst þetta nú skemmtilegt. Fyndið að sjá hvað Óskar lifir sig langminnst inní sönginn. Það er eins og hann sé að halda ræðu! :)

Nafnlaus sagði...

Hehehe þetta er tærasta snilld :) Það er samt einhvað sem segir mér, veit ekki hvað, en eitthvað, að þú hafir verið að gera okkur greiða með því að setja annað lag undir :)

Góða helgi frændi

Bibba Rokk sagði...

Frábært föstudagslag :) Er líka ánægð með hvað ég er skynsöm og myndi ALDREI láta taka myndband af mér syngja í Singstar.

Góða helgi

Nafnlaus sagði...

Lagið sem þú spilar undir er náttlega tær snilld og minnir mig mikið á Tyrklandsferðina frægu, hversu oft ætli þetta lag hafi verið spilað á þessari einu viku...hummm!!!
kv
Matthildur

Nafnlaus sagði...

Vá þvílíkar minningar að heyra þetta lag:) ég brosti í gegnum allt lagið, var alveg búin að steingleyma þessu líka brilla lagi:) party hardy here with me

Kv Silla Stone