miðvikudagur, febrúar 28, 2007

...

það þekkja það væntanlega allir bloggarar að maður á sína upp og niðurdaga í blogginu... yfirleitt hefur þetta ekkert með það að gera hvort maður eigi upp eða niðurdag í lífinu sjálfu heldur er maður bara stundum óstöðvandi í skrifunum en aðra daga hefur maður hreinlega ekki frá neinu að segja.
Ég er einmitt í svona lægð núna, ekki það að það sé ekki mikið að gerast í kringum mann, þvert á móti, ég bara hreinlega nenni ekki að blogga, mig langar ekki að blogga, það er nánast orðin kvöð að blogga.

Ég er þó að sjálfsögðu ekki hættur þessu enda veit ég að hin óþrjótandi skriflöngun mun hellast yfir mig fyrr en varir en vildi samt koma því á framfæri að hér verður ekkert bloggað fyrr en down-tíminn er liðinn og up-tími gengur í garð... hvenær sem það nú verður

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

shit hvað þetta var aumkunnarverð og leiðinleg lesning ..

Nafnlaus sagði...

Ég er í svipuðum vandræðum. Reyndar aðallega tímaskortslegum...

Spurning um að búa til okkar eigið efni - eitthvað eins og að byrja með "hrekkjabragð vikunnar" niðri í US? Gætum t.d. dýft Holger í hunang og sleppt svo maurum á skrifstofunni hjá honum.

Sævar Jökull Solheim sagði...

hehe... já, ekki vitlaus hugmynd Hugi, held við ættum að leggja í frekari þróun á hugmyndinni.

Já Daníel... það er einmitt ástæðan fyrir bloggpásunni.