föstudagur, febrúar 02, 2007

Föstudagslagið

Það er nostalgíuföstudagur og púslaði ég því saman brotum af mínum allra allra allra uppáhalds...

skál!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahaha þetta er einhver mesta snilld í heimi held ég bara. Turtles lagið er klárlega mest uppáhalds hjá mér í þessari upprifjun þinni. En í fyrstu myndinni að þá er þessi með fjólubláa hárið ekki ósvipaður ásgeiri með fjólubláa hattinn í myndbandinu um Turninn hjá mér um daginn :)

Bibba Rokk sagði...

Thundercats standa upp úr hjá mér :) svo er He-man lagið rosalega gott líka, snilldarþættir :)

Nafnlaus sagði...

djöfull kom mér á óvart hvað ég man þetta gjörsamlega utanað...allt!

heroes in a houseshell TURTLEPOWER!

og öll hoppin og hreyfingarnar...eins og ég hafi verið að horfa á þetta í gær en ekki fyrir...omg....20 árum!

Ómar átti alla heman kallana...man best eftir tígrisdýrinu með heman-söðlinum á... þeir voru heima hjá honum þegar hann bjó í húsinu beint á móti ömmu sinni. Í mörgum litlum körfum á standi...en svo máttum ég og Hrabba ekki leika við hann lengur því hann kenndi okkur um að hafa drepið hundinn sinn sem varð fyrir bíl.... mjög sorglegt...sko, að hafa ekki fengið að leika með Heman lengur..ekki þetta með hundinn.

Gott sjóv ;)

Nafnlaus sagði...

Ég fékk hroll þegar Thundercats byrjuðu, og ég stóð upp og tók HE-MAN stefið með mínum mani og þá fékk ég gæsahús. fínt Show. góða helgi

Nafnlaus sagði...

Þetta var nú meiri snilldin Burri! Frábærar minningar sem rifjast upp við þetta, en ég hafði eiginlega mest gaman af að hlusta á Búrabyggðar-lagið núna (Fraggle Rock).

p.s.: skil ekki enn af hverju sameinaða sveitarfélagið þarna fyrir austan var látið heita Fjarðabyggð... hefði átt að vera Búrabyggð! :)

Sævar Jökull Solheim sagði...

heheh... ekki ósvipaður ásgeiri með fjólubláa hattinn :)
Æ... en svekkjandi fyrir ykkur olla að hafa ekki fengið að leika lengur við ómar... ég held að hausinn á þér sé gjörsamlega yfirfullur af tilgangslausum minningum... sem er bara gaman fyrir okkur hin!
Já sammála því ólafur... bærinn hefði átt að heita búrabyggð og svo væri þetta lag alltaf hljómandi í hátulurum víða um bæinn! enda ekki hægt annað en að fara í gott skap þegar maður heyrir þetta!