þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Evróvísion

Mig langar svolítið til að hneykslast enn og aftur yfir að helmingur orðsins Eurovision sé þýddur þegar talað er um Eurovision eða söngkvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva en ég ætla að sleppa því í þetta skiptið.
Í staðinn ætla ég að minnast á snillinginn sem skipuleggur keppnina og ákveður svo að fá Bubba Morthens (sem er reyndar alltaf slæm hugmynd) til að koma og segja sína skoðun á Eurovision, vitandi það að Bubba finnst þetta ömurleg keppni og er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum.
Snillingar!
Annars er ekkert sem kemur á óvart í þessu, fullt af ömurlegum lögum og svo slæðist eitt og eitt ágætis lag með, ég held bara að maður muni halda með Heiðu með lag hennar og Dr. Gunna í lokakeppninni, svo var reyndar lagið með Jónsa mjög fínt
Það hefur vakið athygli mína að fólk er að hrósa laginu sem Eiríkur Hauksson syngur. Er eitthvað að hjá fólki!? Eiríkur er auðvitað einhver mesti töffari okkar allra tíma en lagið er því miður leiðinlegt, ófrumlegt og glatað.
Mér fannst mjög gaman að sjá austfirðing meðal flytjanda en því miður er lag hans líka mjög vont og get ég ekki með nokkru móti skilið hvernig það komst áfram... þótt Andri hafi staðið sig nokkuð vel. Þá fannst mér fyrsta lagið það kvöldið, eftir Roland something mun betra.
En bottom line... ég hef alltaf rosalega gaman að þessari keppni og hlakka til úrslitakeppninnar laugardaginn 16. feb. þótt ég sé skíthræddur um að þessi Hafsteinn með Páls Óskars lagið í nýjum búningi eigi eftir að taka þetta... eða ennþá verra, að Friðrik Ómar (aðeins tveimur árum of seinn með trommuþemað) vinni þetta!!

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jú - lagið með Heiðu er fínt, en ég væri samt miklu meira til í að hún myndi syngja Tangó sem hún tók þátt með fyrir nokkrum árum. Það er líklega næst besta lag Eurovision allra tíma! Féll ekki fyrir því þá, en blasta það í botn ef það slysast inn í útvarpstækið mitt í dag.

Nafnlaus sagði...

Ég er sammála þér í stórum dráttum. Reyndar finnst mér þetta pínu öfgalega orðað hjá þér. Mér líst persónulega best á að Heiða fari fyrir okkar hönd.
Það sem mér finnst mest hallærislegt er reyndar að Buff skuli sjá um nánast allar bakraddir í keppninni, ekki það að þeir séu ekki með frábærar raddir. Hvar er gamla hallærisbakradda tríóið?? Eva Ásrún, Erna og Eyfi!

Sævar Jökull Solheim sagði...

heheh... já... og jafnvel guðrún gunnars!? :)

"Féll ekki fyrir því þá, en blasta það í botn ef það slysast inn í útvarpstækið mitt í dag" hvað varð um manninn sem var alltaf á undan sinni samtíð :p
Er reyndar alveg sammála, Tangó er snilldarlag.

Nafnlaus sagði...

Gaman að sjá að biturleikinn er ennþá í fyrirhúmi hjá þér Sævar, Önnur hver bloggfærsla fer í það að kvarta undan einhverju í þjóðfélaginu....

just admit it boy, Ísland er fíbl

Nafnlaus sagði...

,,Annars er ekkert sem kemur á óvart í þessu, fullt af ömurlegum lögum og svo slæðist eitt og eitt ágætis lag með" - hehe, mér sýnist þú ekkert liggja á skoðunum þínum frekar en Bubbi :p

Svo varparðu fram klassískri spurningu stuttu síðar; Er eitthvað að hjá fólki?! Það er nú ekki erfitt að svara því...

... en jæja, mér er sama hver fer áfram úr þessu, spái samt topp þremur svona:

1. Þú tryllir mig - Hafsteinn Þ.
2. Ég og heilinn minn - Heiða
3. Blómabörnin - Bríet Sunna

Eru ekki annars bæði kleinan og kókómjólkin enn á lausu?

Nafnlaus sagði...

mér finnst blómabörn GLATAÐ lag. Skil ekki hvernig það komst áfram.

Ég komst í rífandi stemmningu að heyra lagið "tryllir mig" með Hafsteini. Ég kaus það og vil það áfram.

Heiða og Dr. Gunni eru ekki að gera sig með sínu barnalagi þótt svo að það sé komið í rokkaðann búning. Auk þess langar mig ekki til að sjá Matta og Heiðu Idol í lestarþemu dillandi bossunum svona fram og til baka (matti aftan á Heiðu Idol) Ég held við höfum gert notað vitleysiskvótann á síðasta ári og Heiða yrði bara annað keys...

Nafnlaus sagði...

Eiríkur á að fara. Öll hin lögin eru ömurleg, án allra fordóma og dómhörku. Hvað var þetta lið að senda þessi lög inn þessi lög eru öll Rusl!!

Dich Milch fyrir íslandshönd í Evrovision núna eða á næsta ári.
Takk fyrir!!

p.s. Hvað segir þú um það Mörður?

Nafnlaus sagði...

Ef ég ætti að velja á milli Doktor Gunnar og Dicmilch þá þarf nú ekki að ræða það neitt meir., Dichmilch myndi í það minnsta reyna að gera sig að fíblum viljandi. Dr. Gunni er að reyna að vera kúl.... eins og einn mikill og góður maður sagði einu sinni "Held að Dr. Gunni ætti nú að fara taka hausinn út úr rassinum á sér og hætta að hlusta á síns eigins"

Nafnlaus sagði...

Ekki bjóst ég nú við þessu en þessi setning gladdi mig ílsku hjarta mikið. Góð tilvitnun í Gamlamanninn. Þetta með hausinn og rassgatið :-)
Auðvitað myndum við vera Cool en ekki gera okkur að fíblum. HVAÐA HVAÐA

Sævar Jökull Solheim sagði...

hver er þessi mikli og góði maður?

Nafnlaus sagði...

Einar Bróðir hver annar.

Sævar Jökull Solheim sagði...

já ok... það hlaut að vera :)

Nafnlaus sagði...

Helgin er ónýt ef það kemur ekki föstudagslag, NÚNA!!!