fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Söngvakeppnin

Ekki hefur nú verið mikið um blogg þessa vikuna, ég held ég haldi því bara áfram, en er þó með 4 spurningar sem vert er að svara, enda snúa þær að söngvakeppninni á laugardaginn. Kókómjólkin og kleinan eru jú að sjálfsögðu enn í boði fyrir þá sem komast næst réttum úrslitum:

1. Hvaða lag verður í fyrsta sæti keppninnar?
2. Hvaða lag verður í öðru sæti keppninnar?
3. Hvaða lag verður í þriðja sæti keppninnar?
4. Hvar ætlar þú að horfa á keppnina?


Hér fyrir neðan eru svo myndir af flytjendunum sem ég stal af RÚV.is, en hægt er að hlusta á öll lögin með því að smella á myndirnar.



ps.
Varast ber að hnerra á meðan maður pissar

26 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Svona fer þetta: Homminn vinnur, Heiða með heilann í öðru og Jónsi ermalaus í þriðja.

Ég ætla að horfa á keppnina í sjónvarpinu.

Sævar Jökull Solheim sagði...

homminn?
held að þeir séu nú amk. fleiri en einn þarna...

Nafnlaus sagði...

Ég tel að það sé fyrirfram ákveðið að Friðrik Ómar fari áfram líkt og var með Sylvíu Nótt í fyrra, annað sætið tekur Eiki Hauks sökum þess hve Íslendingar eru miklir nostlgíu fíklar og í þriðja sætinu kemur hinn homminn með ömurlega danslagið!

Ég ætla að fylgjast með júgravísi í Vestmanneyjum með hljómsveitinni Outloud og rokka svo feitt seinna um kvöldið!

Orri sagði...

Já, einmitt. Ég átti við hommann með yeah, yeah, yeah danslagið og Magna hárgeiðsluna.

Nafnlaus sagði...

Það er augljóst að homminn vinnur, Eiríkur í öðru og Heiða verður í þriðja. Ég ætla ekki að horfa á keppnina heldur ætla ég að horfa á Bruce Lee mynd með Valda og drekka mig piss fullann!!

Nafnlaus sagði...

Ég held mig við fyrri spá sem ég setti inná þennan vef um daginn:

1. Þú tryllir mig - Hafsteinn Þ.
2. Ég og heilinn minn - Heiða
3. Blómabörnin - Bríet Sunna

Ég geri ekki ráð fyrir að ég horfi á keppnina.

Nafnlaus sagði...

1. Friðrik Ómar
2. Jónsi
3. Eiríkur Hauks
4. PASS

Nafnlaus sagði...

Fyrstasæti: Eiríkur Hauksson
Annaðsæti: Friðrik Ómar
Þriðjasæti: Heilinn á DR. Gunna

Ætla sennilega að horfa á keppnina í sjónvarpinu, og fróa mér dálítið áður en barnabönin koma í heimsókn

Nafnlaus sagði...

Sko...
Í fyrsta sæti verður Eiki Hauks, í öðru sæti verður Bríet Sunna og hún nafna mín verður í því 3ja.
Að sjálfsögðu verður stemmning á Héraðinu í Skógarselinu...

Sævar Jökull Solheim sagði...

ég held því miður að þetta verði svona:
1. homminn með yeah, yeah, yeah danslagið og Magna hárgeiðsluna
2. hinn homminn sem er tveimur árum of seinn með trommuþemað
3. þriðji homminn með síða rauða hárið

Vona samt að þetta verði svona:
1. Heiða
2. Jónsi
3. Eiríkur Hauks

Nafnlaus sagði...

Hvernig væri nú að koma með föstudagslagið!!

Nafnlaus sagði...

ÞÚ SKALT EKKI VOGA ÞÉR AÐ KALLA EIRÍK HAUKSSON HOMMA. OG HANN EIRÍKUR VINNUR ÞETTA ANNARS ERU ÍLSENDINGAR HÁLVITAR OG FÍFL.

Ég skrifa þetta til að undirstrika að ég er mjög reyður þegar ég skrifaði þetta. þú ert bitur og þú ert íslandsmeistari í þrjósku innann hús á adrenu. Svo er það algjört rugl að sleppa föstudagslaginu. er brjálaður

Nafnlaus sagði...

Helgin er ónýt ef það kemur ekki föstudagslag, NÚNA!

Nafnlaus sagði...

Þið eruð eitthvað skrítnir. Hann er búinn að setja inn 9 föstudagslög þennan föstudaginn

Nafnlaus sagði...

Þessi lög voru sett inn á fimmtudaginn... það ert þú sem ert skrýtinn Daníel

Nafnlaus sagði...

Ég hlítt að eiga inni verðlaun ég var með þetta eiginlega allt. Allavega það sem skipti máli. Rauða ljónið Vann að sjálfsögðu MOHAA MOHAA MASSSSS

Sævar Jökull Solheim sagði...

Neinei, Villi vinnur kleinuna og kókómjólkina... hann var sá eini (ásamt mér) sem var með lögin 3 rétt, en í rangri röð

Nafnlaus sagði...

Uss, Raggi Bjarna með tvö efstu sætin rétt... en vinnur ekki! Heldur sá sem er bara með 3. sætið rétt... en jæja, til hamingju Simbi.

Nafnlaus sagði...

Kem í kaffinu í dag vinur

Sævar Jökull Solheim sagði...

Já, svona er þetta... mjög sanngjörn úrslit með tilliti til þess hver var með 3 efstu lögin á hreinu og hver hraunaði minna yfir dómarann, en það hefur aldrei þótt vinsælt í burrakeppnum.

Nafnlaus sagði...

Svo má Líka koma fram að þótt ég hafi spáð Eika 2. sætinu þá var enginn sem vonaði jafn mikið að hann myndi vinna og ég..

Nafnlaus sagði...

Ég er Brjálður!! Helvítis Skölótta norska fífl. mig langaði hvort eð er ekkert í þessa helvítis kleinu og focking Kókómjólk. Tekk aldrey aftur þátt í svona ömurlegum leik á þessari afturkreistingssíðu. Þar sem menn geta ekki borið virðingu fyrir skoðunum gamals rock og popp goðs. og svondla bara eftir eiginn hentisemi. Þessi síða er DRASL

MASSSS FOCK OFFF

Sævar Jökull Solheim sagði...

Voðalega hefuru verið svangur greyið mitt... veistu, ég skal bara splæsa í kleinu og kókómjólk þegar þú kemur suður kallinn minn, ha hvað segiru um það? Ekki viljum við að þú haldir áfram að verða þér til skammar með barnalegum kommentum.

Gamla rokk og popp goðið lýsti því nú reyndar ítrekað yfir að hann ætti ekkert von á því að vinna þessa keppni... þannig að ég tel mig bera mun meiri virðingu fyrir skoðunum hans heldur en þú.

Nafnlaus sagði...

Hann var að djóka. Þú ert samt svindlari. Þú veist að ég er alltaf svangur!!

Nafnlaus sagði...

Vill nú ekki vera með neitt skítkast svo ég tapi kleinunni og kókómjólkinni. En mér finst þessi bloggsíða vera svoldið að deyja út.. þá sjaldan það er bloggað þá er það annað hvort stolið af youtube.com eða eins og í þessu tilviki rúv.is hverju þetta er um að kenna veit ég ekki en ég vona að forsvarsmaður bloggsins muni sjá að sér og hypja upp um sig buxurnar. Einn lítill fugl hvíslaði að mér að þetta væri Linda P sem að stæði fyrir þessu, hún væri smám saman að reyna að draga Burra út úr bloggheiminum en þekkjandi Lindu þá trúi ég þessu ekki upp á hana. En mér þykir ákaflega leitt að horfa á eftir þessum skemmtilega penna af netinu ef svo skildi fara.

Við vonum bara það besta og ég vil biðja fólk um að hvitta hérna fyrir neðan til að sýna Burra stuðning í verki...

Áfram Burrablogg!

Sævar Jökull Solheim sagði...

Ég þakka ábendinguna Vinsi... þótt ég skilji nú ekki alveg af hverju þú eyðir ekki púðrinu frekar í að uppfæra þíns eigins blogg. Ekki ætla ég þó að fara að gagnrýna innihald þinna blogga, þá sjaldan þau eru gerð.

En það er vissulega rétt, lítið hefur verið um burrablogg en ástæðurnar er nokkar og einfaldar:

1. Matar- og kaffitímar í vinnunni fara í annað en blogg
2. Ekkert internet heima
3. Þegar mikið er að gera, jafnt í vinnu sem og frítíma þá verður minna svigrúm fyrir heilann til að láta sér detta í hug heimskulega hluti sem vert er að blogga um
4. Almenn leti.

En sjáum nú hvort þetta fari ekki batnandi með hækkandi sól.