mánudagur, september 10, 2007

horn- tungusófi

Nú vantar okkur flottan hornsófa eða tungusófa... erum að pæla í að fá okkur nýjan, nema eitthvað vel með farið og nýlegt komi á daginn á næstu dögum... látið vita ef þið vitið um eitthvað :)

Annars er bara allt fínt að frétta... gott að vera kominn með íbúð. Öll helgin fór í að koma sér fyrir (fyrir utan það að fara á snilldar leik ísland - spánn) enda ekki lítið mál að koma öllu þessu drasli fyrir á jafn litlu svæði.

Nóg að gera framundan líka... en allavega, þá var þetta bara smá blogg í tilefni að því að mig vantar sófa...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æ þakka þér nú fyrir hugljúft blogg, Sævar minn. Góð lesning þetta blogg þitt vinur. Bestu kveðjur í nýju íbúðina og til hamingju vinur.

Kveðja Hlífar

Nafnlaus sagði...

jújú, maður gerir sitt besta og leggur sig fram við að vera eins hugljúfur og mögulegt er... án þess þó að tapa kúlinu

Nafnlaus sagði...

Ekki veit ég afhverju þú þarft sófa. Það er frekar glatað nú til dags. Í dag á fólk bara fjóra lazyboystóla og gott sjónvarp.

Nafnlaus sagði...

Það er reyndar alveg rétt... en ég þarf ekki sófa lengur, er búinn að kaupa, þannig að ég er bara 50% nútíma maður, á ekki lazyboystóla en á gott sjónvarp