
Tilkynning
Lýst er eftir Ásgeiri Rúnari Harðarsyni. Ásgeir Rúnar er um 190 cm. á hæð og fremur íþróttamannslega vaxinn. Ásgeir er dökkhærður og þykir andlitsfall hans líkjast Brad Pitt. Ásgeir hefur ekki sést síðan um áramótin þegar hann lét þau orð falla um félaga sína að þeir væru gamlir, giftir og nenntu aldrei að koma í bæinn. Umræddir félagar hafa farið allar helgar síðan í bæinn í leit að Áseiri Rúnari en sú leit hefur ekki enn borið árangur, sakna þeir hins ástkæra Ásgeirs Rúnar mikið og vilja biðja alla þá sem orðið hafa varir við hann að hafa samband við Lögregluna. Ásgeir var klæddur í hvíta skirtu, stuttbuxur og með ufsabindi þegar síðast sást til hans. Talið er að hann hafi flúið til Mjóafjarðar og haldi sig þar í einrúmi sökum mikillar mannfælni og hræðslu við það að tapa í PES.
Lýst er eftir Ásgeiri Rúnari Harðarsyni. Ásgeir Rúnar er um 190 cm. á hæð og fremur íþróttamannslega vaxinn. Ásgeir er dökkhærður og þykir andlitsfall hans líkjast Brad Pitt. Ásgeir hefur ekki sést síðan um áramótin þegar hann lét þau orð falla um félaga sína að þeir væru gamlir, giftir og nenntu aldrei að koma í bæinn. Umræddir félagar hafa farið allar helgar síðan í bæinn í leit að Áseiri Rúnari en sú leit hefur ekki enn borið árangur, sakna þeir hins ástkæra Ásgeirs Rúnar mikið og vilja biðja alla þá sem orðið hafa varir við hann að hafa samband við Lögregluna. Ásgeir var klæddur í hvíta skirtu, stuttbuxur og með ufsabindi þegar síðast sást til hans. Talið er að hann hafi flúið til Mjóafjarðar og haldi sig þar í einrúmi sökum mikillar mannfælni og hræðslu við það að tapa í PES.
16 ummæli:
Það verður bara að setja interpol í málið!
Hvað ætli sé símanúmerið hjá þeim?
leitaði að Interpol á www.ja.is, fann ekkert.. spurning um að nafnlaus reddi þessu bara fyrir okkur.
kv. Óskar
Ásgeir hringir í mig nær daglega og hitti ég hann mjög reglulega. Þið hljótið bara að vera svona leiðinlegir ...
Þar varstu heppinn... geturu þá ekki reddað okkur PES... svona fyrst að ásgeir þorir ekki að spila við okkur???
Kv. Óskar
Sást til hans um versló að djamma á norðfirði, En þar sem sumir voru bara heima hjá sér að spila kana og tvister þá er skiljanlegt að leiðir ykkar hafi ekki legið saman.
Get nú ekki annað en tekið eftir því að það er vottur af ásgeirsbiturleika í síðasta kommenti.. frábært að skammast sín svo mikið fyrir aldurinn að þora ekki að koma fram undir nafni... En frábært samt að djamma síðast um versló, það fer að verða mánuður síðan það var.. frábær árangur af einstæðing í háskólanámi.
P.S. hver var í kana og twister um versló???
Kv. Óskar
Óskar sjálfur íslandsmeistari í að koma ekki fram undir nafni, það var ég sem skrifaði þar síðasta komment. Og Sævar gamli og Linda Langsokkur eyddu versló í kana.. ég sjálfur var fullur alla síðustu helgi í bústað... bæ
Svo er þetta bang í ofninum alltaf!!..........Ég er búinn að fá nóg af þessu!
Ég er vaknaður, bara að láta ykkur vita af því... hvernig var þetta aftur með Kanínu,,, var það one hit focker eða ????
Maður er hér að leggja sig allan fram við að verða atvinnumaður í kana, stefni ótrauður á "Elliheimilið Grund open" í október þar sem baráttan og samkeppnin ku vera gríðarleg. En til þess að ná háleitum markmiðum þá þarf að leggja mikið á sig, til dæmis að vera heima alla verslunarmannahelgi og æfa sig. Mér finnst óþolandi að þið unga fólkið getið ekki haft þroska né skilning til að sýna trú og traust á manni með drauma og vonir um frægð og frama í kanaheiminum
Mér finnst menn taka því ótrúlega léttvægt að ásgeir okkar skuli vera týndur... fara bara að tala um eigin frægð og eitthvað... Ásgeir er TÝNDUR... (með PES)... annars passar það alveg að það hafi verið vottur af ásgeirsbiturleika í kommentinu... þessi dalatangabiturleiki er allur eins..
Kv. Óskar
ohhhhhh Óskar
ohhhhhh Dóri
ohhhhhh Sturla
Það er svona, þegar vegið er að mannorði manns með fúkyrðum, þá verður maður að gera hreint fyrir sínum dyrum. Annars herma nýjustu fréttir að Ásgeir sé ekki lengur týndur og ætti PES þar af leiðandi að vera óhultur, fékk sms frá honum áðan, reyndar bara 2 orð, en það telur sem lífsmark.
Frábært hjá Óskari að nota samtölin í gær til að reyna að kommenta að viti. Þessi tilkynning frá Óskari var ekkert annað en aumkunnarverð tilraun til að vera sniðugur á Ásgeirs kosnað. Þannig er það bara. En takk fyrir síðast samt strákar, magnað afmæli
Ekki vissi ég ð þessi dalatangabiturleiki væri smitandi..
kv. Óskar
Skrifa ummæli