mánudagur, ágúst 13, 2007

Flutningar

Það er ótrúlega gaman að flytja... sérstaklega þegar maður er búinn að keyra fullt af ferðum með fullan bíl og fulla kerru af drasli í geymslu og samt sér ekki högg á vatni. Ég hafði staðið í þeirri trú að við ættum voðalega lítið af dóti en annað hefur komið svo skemmtilega á daginn. Það besta við þetta allt saman er þegar maður fær að flytja allt fyrst í geymslu og fara svo aftur í það að flytja eftir tvær vikur... yndislegt!
En góðu fréttirnar eru að við erum ekki lengur heimilislaus og ennþá betri fréttir eru að við spörum hálfrar mánaðar leigu með því að troða okkur upp á vini og vandamenn það sem eftir er mánaðar... hahahahahah alltaf er maður að græða maður!
Annars erum við komin með þessa ferlega fínu íbúð á áttundu og efstu hæð í kríuhólum frá fyrsta sept. Flott íbúð með magnað útsýni og leigan mjög hagkvæm. Nú er bara að fara í það að kaupa langþráð grill þar sem maður er loksins kominn í húsnæði með góðum svölum :)
Hornsófi kæmi sér líka vel, ef einhver er að losa sig við snyrtilegan slíkan þá má hinn sami alveg láta vita.

Annars er nóg að gera fyrir utan flutningana, stórlið FC Ice er að gera góða hluti og erum við efstir í C riðli utandeildarinnar sem ég held að sé hreinlega besti árangur liðsins frá upphafi. Músíkin er alltaf til staðar og hef ég tekið nokkur gigg með Dich Milch bræðrum undanfarið... sem er bara skemmtilegt! svo er maður að fara í stúdíó í næstu viku að taka upp fyrir væntanlega plötu Hlyns Ben. Menninganótt framundan með tilheyrandi gleði... maður fer nú væntanlega á miklatúnið, spurning hvort maður taki líka tónleikana í höllinni, spurning hvort það verði allt of mikil stappa... kemur í ljós. Væri gaman ef lákinn myndi láta sjá sig í bænum.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er ég ekki fyrst á boðslistanum í grill í nýju íbúðinni?? ;) Svo er spurning hvort þið hjónin séuð ekki til í að koma í mat í næstu viku í Álfholtið þegar hann Vilhjálmur verður hjemme pa??

Kveðja Silla

Sævar Jökull Solheim sagði...

audda ertu efst á listanum... svo er ekki spurning með heimsókn í álfholtið!

Nafnlaus sagði...

Djöfull langar mig að koma.ÚFFF