mánudagur, desember 10, 2007

Styrkjum svanga námsmenn þessi jólin

Ég man hérna fyrir örfáum árum þegar ég sat svangur á námsbekk. Kaffistofan í Odda og sérstaklega á bókhlöðunni var ekki með neitt sérlega aðlaðandi verðskrá... á góðum dögum er maður vildi gjöra vel við sig splæsti maður á sig kleinu og kókómjólk... sú sykurskerta var því miður ekki komin á þessum tíma.

Svo arkaði maður svangur heim á leið eftir langan dag í skólanum, hvort sem gengið var á Hagamelinn eða Nesveginn þá fólu báðar gönguleiðir í sér ferð framhjá yndislegri kjúklingalykt úr Melabúðinni. Síðar, á Kleppsveginum, fól heimferðin í sér akstur framhjá ilmandi Jóa Fel bakaríinu (síðar Adam og Eva, sem var önnur freisting og önnur saga).

En á matseðlinum var lítið annað en Bónus núðlur upp á hvern dag. Eina spennan var hvort þær voru með beef eða chicken flavor.
Vegetable núðlurnar voru ógeð, en stundum var bara ekkert annað í boði, allt er hey í harðindum sagði beljan og át slátturvélina og allt það...

Já... þetta voru erfiðir tímar og myndi ég ekki óska þess upp á nokkurn mann að mennta sig.

Þeir eru þó nokkrir sem fara þessa leið, þ.e. að mennta sig, með tilheyrandi volæði og vosbúð.

Einn þeirra er Daníel Geir frændi minn.

Hann Daníel mun þó seint vera þekktur fyrir að deyja ráðalaus. Í einu hungurkastinu, er Daníel var kominn langt undir kjörþyngd, ákvað hann nefnilega að skella sér í keppni þar sem barist er um hylli landsmanna með það í huga að hljóta 100.000 króna gjafabréf í Nettó. Já þið heyrðuð rétt... 100 þúsund kell, hvorki meira né minna!! (það eru um 5000 pakkar af núðlum).

Hvort sem það var vegna gæða framlags Daníels eða vorkunsemi dómara við svanga námsmenn þá var framlagið valið sem eitt af þeim 10 bestu sem í keppnina bárust.

Nú reynir á samheldni og samúð landsmanna, því kosningin er hafin á netinu.

Munið börnin mín að margt smátt gerir eitt stórt. Með einni lítilli atkvæðagreiðslu gætir þú átt þátt í því að fæða hungraðan námsmann í 5000 daga.

http://www.ruv.is/heim/vefir/poppland/jolalagakeppni/

43 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ertu að gefa í skin að þú sért ekki blá fátækur lengur ??

Annars er ég farinn að finna þefinn af þessu... en ég held að það sé eitthvað bogið við það að Daníel kallist fátækur námsmaður hér í borginni á sama tíma og hann kaupir fasteignir fyrir fleiri tugi milljóna hinu megin á landinu. Eru kannski til tveir Daníel Geirar?? Getur það verið

Nafnlaus sagði...

Þetta er bara hörkulag hjá kauða.. Enda framsóknarmaður ;)

Sævar Jökull Solheim sagði...

Villi, núna á ég svo mikinn pening að ég splæsti einbýlishúsi á Daníel.
Hann er s.s. ennþá fátækur námsmaður sem þið getið kosið áfram með góðri samvisku.

Já Fanný, Framsóknarfólk er náttúrulega fyrst og fremst þekkt fyrir frábæra tónlistarnáðargáfu... sbr. þetta meistaraverk: http://www.69.is/openlink.php?id=57261

Nafnlaus sagði...

hehehehehe
Framsóknarlagið, maður skammast sín fyrir þetta.

En aftur á móti er það ekkert grín, og umhugsunarvert hvað framsóknarfólk er áberandi í tónlistarlífinu á íslandi. Sbr: Magni,Stebbi hilmars og auðvitað out loud!

... þú átt engan pening

Nafnlaus sagði...

2 af 3 lögum daniels sem ég hef heyrt er bara príðileg. En því miður finst mér þetta leg ekki jólalegt. En eins og ég segi príðilegt nóvemberlag svona upphitum fyrir jólin, Hvað námsmenn varðar, þá vorkenni ég þeim ekki neitt. þeir uppskera þegar eru búnir í námi.

Sævar Jökull Solheim sagði...

2 af 3 ?
þetta þriðja hlýtur að vera hrikalega leiðiniegt :p

Nafnlaus sagði...

amm, ég er búinn að heyra allavega 3 , hverju öðru betra. Nottla best sem að ég söng sjálfur og svo er það bara fínt þetta jólalag. Ekkert út á það að setja. Hins vegar finnst mér spurning hvort Danni ætti ekki að fara koma með "best af" plötu fyrst hann er kominn með 2-3 ágætis lög. Nylon var að gefa út svoleiðis plötu og þær voru að eignast sitt fyrsta góða lag núna um daginn...


all I hear you say is bla blablablablaablabl

Nafnlaus sagði...

Það sem ég er sáttastur með er að vera búinn að toppa Europe á mínu fyrsta ári þar sem ég kem tónlist minni á framfæri. Neistaflugslagið var hit, en það voru samt aldrei mín orð en var ég kallaður one hit wonder, síðan er þetta jólalag að gera stormandi lukku :) Daníel Geir 2 - Europe 1

Nafnlaus sagði...

Það er rétt maður. 10 Speed og MC Hammer eru líka bara að drepast í kakóinu núnan. Daníel búinn að taka þá í skraufþurrt...

Magnað.

Nafnlaus sagði...

Þessi eruope brandari er orðinn þreyttur og sýnir vott um vanvirðingu fyrir tónlistarmönnum sem hafa sett mikinn svip á rokk sögu vestrænnar menningar.

Final countdown varð nr. one í 26 löndum og seldist smáskífan í yfir 8 milljón eintökum og platan svo í 6 milljón eintökum.

Hefur einhver keypt tónlist eftir þig Daníel ???

Carrie náði svo 3. sæti á bill board lista í USA.

Rock the Night fór hæst í 12. sæti á lista í UK og svo kom I'll Cry for You sem fór í 28 sæti í UK
Superstitious fór svo hæst í 31 sæti.

að auki má nefna vinsæl lög sem náðu öll inn á topp 100 lista eins og; Cherokee, Open Your Heart,
Let the Good Times Rock og Halfway to Heaven

Neistaflugslagið var spilað 1-2 sinnum á fm og Jólalagið hefur enn ekki heyrst á öldum ljósvakans. Ekki tekið eftir því á vinsældalistum enn sem komið er.

Niðurstaða

Europe 9 - Daníel 0

Vek svo athygli á Unplugged tónleikum með Europe sem verða sýndir beint í gegnum netið þann 28janúar n.k.

kveðja leiðinlegi maðurinn

Nafnlaus sagði...

Europe áttu aldrei lag í jólalagakeppni Rásar 2. Einni af virtustu jólalagakeppnum ríkisútvarpsins.

Ásgeir er ekki frændi neins í Europe.

Daníel 2- Europe 0.

Málið er steindautt.

Nafnlaus sagði...

Frábært að koma með vel rökstutt svar gegn barnalegum brandara mínum og kalla sig síðan leiðinlega manninn hehehe.

En Nylon komust líka á þennan lista sem þú nefnir í UK þannig að þetta eru aum rök.

Tónlist eftir mig hefur aldrei verið til sölu þannig að því er auðsvarað að ég hef ekki selt tónlist. Neistaflugslagið var spilað á 2 öðrum útvarpsstöðvum og jólalagið hefur verið spilað oftar en einu sinni, reyndar ekki á FM stöðinni sem virðist vera þitt mark um aldir ljósvakans sem er viss vottur um tónlistargáfu þína, burt séð frá árangri Europe.

Ég vil samt þakka skemmtileg komment sem ég hef fengið hérna. Gaman að lesa svona :)

Sævar Jökull Solheim sagði...

hahahahahahah frábær umræða! :D:D

Nafnlaus sagði...

Það segiru alveg satt :) Enda fyrsta setning leiðinlega mannsins algjör fásinni þar sem Europe brandarinn slær alltaf í gegn þegar byrjað er að verja þetta band :D Samt er búið að spila lagið Final Countdown í síningu sem hét Einnar nætur gaman/One hit wonder af einum merkasta tónlistarklúbbi landsins. Þannig að þessi umræða er frábær, en jafnframt dauð :)

Nafnlaus sagði...

Ég ætlaði mér aldrei að kommenta á þessa umræðu. En eftir að uppáhaldsbandið mitt, nylon, drógst inn í umræðuna þá sé ég mér ekki fært að sleppa því. Það er að sjálfsögðu algjör fásinna hjá Daníel að nota nylon sem einhverja viðmiðun yfir léleg "bönd" sem komist hafi á lista. Í fyrsta lagi þá eru nylon mun betri en bæði Europe og Daníel og jólabandið.. Frábærir músíkantar í allastaði.. Svo varðandi myndbönd, þá getur Daníel farið að tala um gott myndband þegar hægt verður að "mute-a" í myndbandi frá honum án þess að það skaði lagið... Líkt og hægt er með öll nylon-myndbönd.

Kv. Óskar

Nafnlaus sagði...

Já þetta er satt Óskar. Ég biðst innilega afsökunar á því að hafa dregið Nylon inn í þessa umræðu og þá sérstaklega m.t.t. samanburðar við Europe. Enda eiga Nylon talsvert fleiri hittara.

Virðingarfyllst

Daníel Geir

Sævar Jökull Solheim sagði...

Verð að taka heils hugar undir komment frá óskari...
Héðan í frá er Daníel Geir og "Leiðinlegi maðurinn" komnir á bannlista. Daníel fyrir ómálefnalega og ósanngjarna gagnrýni á Nylon og Leiðinlegi maðurinn fyrir að vera leiðinlegur.

Nafnlaus sagði...

Mission accomplished

Kv Leiðinlegi maðurinn

Sævar Jökull Solheim sagði...

.... já svo er Valdi líka kominn á bannlista, en hann sagði í kommenti nr. 5 hér að ofan að Leg væru ekkert jólaleg... Leg geta bara víst verið nokkuð jólaleg

Nafnlaus sagði...

Daniel Þetta er nú bara nösin!! Leiðinlegi maðurinn tók þig nú bara í Þurt. Og ég segi en og aftur Jóla hvað!!!

Nafnlaus sagði...

Ef Daníel kæmist nú með stóru eyrun þar sem Nylon hefur rasskinnarnar þá ætti þessi umræða kannski rétt á sér en svo er víst ekki. Og hvaða myndband ertu að tala um? Er það eitthver einkasýning með þér í ástarleikjum, kannski skottandi í kringum jólatré með jólasveinahúfu. Það kallast ekki myndband þegar það er ekki hægt að horfa á það.

Og auðvitað kem ég fram nafnlaus, hvernig gæti ég annars drullað yfir þig.

Leiðinlegi maðurinn

Nafnlaus sagði...

Sævar, þar sem aðrir eru að vinvirða bannið þitt þá ætla ég að gera það líka, en þó aðeins í þetta eina skipti við þessa bloggfærslu hehe.

Samanburður minn við Nylon var algjörlega úr öllum takt og minnti á fimlaus slög hjá trommara sem kommentað hefur hér á undan. En ég var aldrei að líkja mér við Nylon heldur bar ég það frábæra band saman við Europe á mjög ómálefnalegan máta, og hef þegar beðist afsökunnar á því.

Varðandi nösina á þér Valdi minn þá tókst þú nú þátt í þessari one hit wonder sýningu en fékkst vitaskuld ekki að syngja tiltekið Europe lag, enda það aðeins fyrir afburðar söngvara að syngja, þannig að þú skítur þig alltaf í fótinn með að kommenta á þessa umræðu. Vona nú samt vinur að þú sért að fara að jafna þig á því að Steinar söng lagið.

Að þér finnist lagið mitt ekki jólalegt er þín skoðun og virði ég hana heilshugar. Ég tek allri gagnrýni á mína tónlist fagnandi og þykir mér nú bara vænt um að einhver sé að spá í hana eða hefur skoðun á.

Ég hef spurt fjölmarga í dag á msn "Er Europe one hit wonder band?" og undantekningarlaust var svarið játandi.

Ég lét nú samt ekki þar við sita og ákvað að hlusta á þessi lög sem talin eru í fyrsta kommenti leiðinlega mannsins og verð ég að segja að Framsóknarlagið hefði sennilega komist á þessar plötur miðað tónsmíðin sem þarna eru á ferð.

En Final Countdown er að mínu mati eitt besta lag allra tíma, sem gerir Europe að betsa one hit wonder bandi heims! Að mínu mati.

Og ég minntist ekki orði á neitt myndband þannig að ég fatta ekki síðasta komment leiðinlega mannsins.

En tilgangur kommentsins hjá mér að bera mig saman við Europe var að espa upp þá Europe aðdáendur sem eru ósammála mér og enn og aftur að undirstrika að þessi brandari er ekki þreyttur, enda hafa ég og margir fleiri haft ákaflega gaman af þessum "rökstuðningi".

Daníel Geir 1 - Valdi og Nafnlausi maðurinn 0

It´s the Final Countdown

Ps. Farinn að horfa á Nylon myndbönd

Nafnlaus sagði...

Þetta lag hlýtur að vera mjög gamalt, þar sem mjög langt er síðan Daníel Geir var undir kjörþyngd...

Nafnlaus sagði...

hahahahahahahahahahahaha

Hvað er málið!!

Pant ekki blanda sér í umræðuna,
Ég telst hlutdrægur í þessu máli held ég. En endilega haldið áfram að ræða þetta mál. Sérstaklega kjörþyngdina hans Daníels

Nafnlaus sagði...

Málið er að öllu gríni fylgir einhver alvara. Í þessu tilfelli er alvaran mjög mikil því að þú(daníel)ert haldinn svo miklum ranghugmyndum því þú heldur í alvöru að þú sért búinn að meika það með þessum tveimur ömurlegu lögum. Og það að þér finnist það að FM beri einhvern vott um tónlistargáfu mína þá hljótum við að vera á sama sviði hvað það varðar þar sem þú sjálfur fórst í viðtal á FM í sumar og gerðir allt hvað þú gast til að fá lögin þín spiluð þar. Þú ert fíbl, loddari og ruplari og þú færð ekki að koma í partý til mín.

Leiðinlegur

Nafnlaus sagði...

Hahahaha þetta er nú alveg snilldarlegt komment, og enn í skjóli nafnleyndar.

En nei þá er ég nú alveg á jörðinni yfir þessum lögum mínum og geri mér fullkomnlega grein fyrir því að ekkert meik hefur átt sér stað, en ég hef samt fengið mikið hrós fyrir þessi lagasmíð sem mér finnst ákaflega gleðilegt, en þér finnst lögin mín ömurleg og er það þín skoðun og hana dettur mér ekki í hug að gagnrýna.

Viðtalið á FM tengdist lagi mínu eingöngu að broti, heldur var farið yfir dagskrá Neistaflugs og sú hátíð kynnt hlustendum. Ég var beðinn um að koma í þetta viðtal og þáði ég það boð og sé ekki eftir því.

Síðan hefur FM ekki fengið útvarpshæfa hljóðblöndun af jólalaginu, þannig að ég hef nú ekki reynt betur en það að koma því í spilun.

En ég er nú ekki meira fífl en það að ég kann nú að skrifa orðið rétt :)

En að skrifa í nafnleynd sínir þinn þroska talsvert betur en það að þú sért FM hnakki með Europe blæti og hef ég bent fjölmörgum á þín skref hér og vil ég þakka þér fyrir þau bros sem þú hefur kallað fram, enda broslegur með eindæmum!

Nafnlaus sagði...

Slagur! Slagur! Slagur!

Nafnlaus sagði...

hehe, gott comment hjá Orra hérna síðast. Rifjar upp margar misgóðar minningar! :p

Annars finnst mér þetta fínt hjá þér og þínu fólki Samúel. Ég vona að þetta beri sigur úr býtum á Rás 2.

Nafnlaus sagði...

Já Orri klikkar ekki á gullmolunum frekar en taktinum :)

Takk fyrir það kappi, vonum það besta!

Nafnlaus sagði...

nr 1 Final Countdown var ekki one hit wonder. Þó svo Brján hafi sett þáð í tiltekið show.

nr 2. Þá er mér alveg sama þótt ég hafi ekki fengið að syngja það, því maður veitt þá að það var hægt að gera hlutinn betur.

nr 3. Auðvitað vastu nasaður, Vertu ekki svona barnalegur Gæskur. Þetta var bara í Þurt RASSgatið á þér.
nr 4. Þó margir vilji nú ekki trúa mér þá er ég ekki leyðinlegi maðurinn. Vildi að ég hefði vitað svona mikið um Europe og Alla þá smelli sem þeir eiga.

NR5.Final countdown varð nr. one í 26 löndum og seldist smáskífan í yfir 8 milljón eintökum og platan svo í 6 milljón eintökum.

Carrie náði svo 3. sæti á bill board lista í USA.

Rock the Night fór hæst í 12. sæti á lista í UK og svo kom I'll Cry for You sem fór í 28 sæti í UK
Superstitious fór svo hæst í 31 sæti.

að auki má nefna vinsæl lög sem náðu öll inn á topp 100 lista eins og; Cherokee, Open Your Heart,
Let the Good Times Rock og Halfway to Heaven.

Þetta er Nösin vinur. Og ekki reyna að þrætta fyrir það.

Nafnlaus sagði...

AMEN

Nafnlaus sagði...

Ég veit vel Valdi að þú ert ekki leiðinlegi maðurinn, því þú skrifar aldrei í nafleynd og verður seint þekktur fyrir að vera leiðinlegur.

Hins vegar er það nú ekki barnalegra en það hjá mér að viðurkenna ekki að ég hafi verið nasaður að ALLIR sem ég tala við virðast vera sammála því að Europe hafi verið one hit wonder! Þó svo að hægt sé að telja einhver lög sem Europe aðdáendur fá nostalgíu-uppljómun við að hlusta á að þá eru það engin rök, alminningseyrað er sterkara en þetta og hef ég t.d. spurt menn sem eru miklu meiri músikantar en ég og þú, án þess að ég sé að gera lítið úr þér.

Ég gerði það nú að gamni mínu og sló inn MC hammer á google, því það var næsta one hit wonder band sem mér datt í hug. Það komu slatti laga sem voru á einhverjum listum fyrir einhverjum árum. Þeir voru samt aldrei annað en one hit wonder band með laginu "Can´t touch this". Ég gæti hins vegar rúntað um allt í Neskaupstað með þessi lög í botni og boðið vinum mínum í DVD partí og horft á tónleika með þeim og haldið því fram að þeir séu eitt besta band í heimi og verið langt frá því að vera one hit wonder band. Ég er nú bara greindari en það!

Nösin, rúst, face og tekinn!!

Ps. Ég held nú að þú hefðir alveg getað tekið þetta lag með sóma og hef oft séð þig gera það, bara svo þú vitir það kallinn

Nafnlaus sagði...

Mér er sma hvað einhver FM Hnakki segir útí bæ, hvort Eurpe sé One hit wonder. Tölurnar segja sitt vinur Og ekki reyna að Halda öðru fram, þeir eru ekki og verða ekki One hitt wonder þó örfáir íslendingar segi það þeir séu one hit wonder. Við erúm nú ekki fleiri en 300.000 Og hvað vita vinir þínir um þetta. Er þá ekki Whitesnake One hit wonder band, samkvæmt þínum stöðlum. þegar að ég var krakki þá hlustaði ég nú stundum á útvarp og það voru 3 Lög spiluð með Europe, Countdown, Carrie og Roch the Night. Mér finst þeir ekki besta band í heim Það eru TOTO, en þeir eiga eitt það besta lag sem mér FINST í heimi. Og það þýðir ekkert að vera svektur þó að við höfum ekki boðið þér á DVD kvöldinn góðu, Ert ekki kominn með nógu mörg hár undir handakrikkan til að hlusta á það sem við hlustum á. En ég held að ég segi þetta gott að sinni. Þú mátt reyna að röfla eitthvað meira um þetta en það mun enginn svara því frá með þessu, Því menn vita betur og nenna ekki að reyna útskæyr fyrir þeim sem ekki skilja :-)

Kveðja úr jólalegustu Götuni í bænum(Marbakkanum)

Nafnlaus sagði...

Það var mikið að þú sást af þér og gafst upp, enda var ekkert meira sem þú gast gert copy paste úr kommentum "leiðinlega mannsins" og löngu orðinn kjaftstopp.

Ég veit ekki betur en þessir FM hnakkar út í bæ sem stóðu að þessari one hit wonder sýningu séu menn sem þú ert búinn að sleikja rassgatið á frá því þú lærðir að tengja jack snúru :) Þeir hljóta að vita sínu viti.

Og mér hefur reglulega verið boðið á DVD kvöldin góðu svo það sé á hreinu og þú veist það vel hehe.

Whitesnake eru miklu betra og stærra band en Europe og eiga mikið fleiri lög en Still at the night, var það ekki annars lagið sem þú vildir gera þá að one hit wonder með?

En já Marbakkinn hefur held ég alltaf verið jólalegasta gatan heima og hlakka ég til að sjá hana þegar ég kem heim, enda hefur það verið eitt af mínum fyrstu gjörðum þegar ég hef komið heim í jólafrí.

Við kannski tökum bara seríurúntinn saman?

Nafnlaus sagði...

Nei okay ég tek þennan rassasleik til baka. Þetta var aumkunnarverð tilraun til að vera sniðugur á þinn kostnað og komment sem ekki meikaði sense.
Þú ert búinn að gera mikið fyrir marga með snúruleikni þinni og er ég þar á meðal, sem formaður nemendafélagsins heima á sínum tíma og aðdáandi Neistaflugs, sem og hlustandi allra þeirra útvarpa sem þú hefur komið nálægt.

En ég verð seint sammála þér með Europe, þannig að við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála.

Kveðja, Auðmjúki maðurinn

Nafnlaus sagði...

Þetta var að ná þvílíkum hæðum og þá fara menn bara að vægja og víkja til að sýna að þeir vitið hafi meira.

Til fjandans með það!

Áfram með hina hástemmdu rökræðu fræðimannanna!!!! Meira!!

Sævar Jökull Solheim sagði...

jæja... einhverjir gefast upp, aðrir verða auðmjúkir... þessi umræða er orðin leiðinleg.

DVD kvöld? hvaða djöfulsins DVD kvöld eruð þið að tala um? Það virðist vera það versta sem getur komið fyrir nokkurn mann að vera ekki boðið á DVD kvöld... þar af leiðandi er ég kominn í fýlu, enda aldrei boðið á slíkt. Ohhh... Djöfull hlýtur það að vera gaman.

Mér líst vel á jólaseríurúnt Valda og Danna! Daníel að reyna að sannfæra valda um að bjöllurnar í jólalaginu séu bara nokkuð jólalegar og Valdi að tjúna "Rock the night" og "When Your Lips Are Blue" í botn.
Saman dást þeir svo að ljósadýrð marbakkans.
...og leiðinlegi maðurinn jafnvel í aftursætinu, muldrandi eitthvað leiðinlegt ofan í bringuna á sér. Svo kyssast þeir allir og eiga gleðileg jól.

Nafnlaus sagði...

Bwahahahaha. Ég og Valdi höfum nú tekið rimmuna harðari en þetta hjal og alltaf fer það vel :)

Nafnlaus sagði...

Þetta er fínt, var einmitt að vona að þið mynduð koma með eitthvað band til samanburðar. Þið ákváðuð að taka Whitesnake fyrir. Gott mál, Whitesnake var flott grúbba sem að má segja að hafi skipað þeim bestu úr bransanum. Ég fæ nú samt ekki séð afhverju Whitesnake er eitthvað minna one hit onder band heldur en Europe. Veit ekki um neinn sem getur nefnt mér annað lag með Whitesnake heldur en "Here I go again" En tölurnar tala sínu máli er það ekki:

White snake áttu eitt #1 eða eins og áður koma fram Here I go again.

Svo kom lagið "Is this love" og "Fool for your loving" sem lentu bæði í 2 sæti.
Því næst kemur lagið "The deeper the love" sem lenti í 4 sæti á BB listanum. Því næst komu "Love aint no stranger" í 34 sæti. Þá næst kom "Give me all your love" en það náði hæst í 22 sæti. "Still of the night" sem er klárlega þitt uppáhalds Daníel lenti svo í 18. sæti. þar á eftir kom lagið "now your gone sem náði 15 sæti.
Og svo lagið "judgement day" í 32 sæti.

Alls 9 lög sem náðu öll inn á topp 100 á Billboard UK og Main stream US. Sömu listar og við bárum Europe saman við Daníel og Jólabandið.

Whitesnake áttu því einungis 1 one hit og hljóta því að vera one hit onder band líka eða hvað ??? Eins og mörg önnur bönd sem náðu einungis einu lagi í #1 sæti en áttu mörg önnur lög sem náðu hátt á vinsældarlistum.

út frá þessu séð er Whitesnake sem að þú Daníel segir að sé mikið stærra og betra band en Europe (veit að það er tilraun til að æsa einhvern upp) með ) með heil 9 lög á vinsældalistum ... skrýtið nákvæmlega jafn mörg og Europe.

En málið til að byrja með var auðvitað ekki að rökræða hvort þetta eða hitt rokk bandið er betra því að það getur enginn skorið úr um (sérstaklega ekki þú Daníel) þar sem að Tónlistarsmekkur hvers og eins er misjafn. Hit er annað mál að tölurnar af vinsældalistunum tala sínu máli.
Hinsvegar ætlaði ég með þessari umræði í upphafi að reyna að koma þér Daníel í skilning um að þú ert ekki jafn góður tónlistarmaður og þeir sem í þessum böndum voru/eru. Það virðist samt hafa farið eitthvað verulega fram hjá þér, þú virðist nota stöðugt einhverja lélega brandara(eins og Europe) til að hýfa þig upp og koma þér á framfæri með þína ömurlegu tónlist. Talandi um FM hnakka hér og FM hnakka þar þegart þú ert sjálfur að reyna fá spilun á FM. Þetta kallast hræsni. Daníel
étla klára þetta komment á að segja einfaldlega: ÞÚ ERT HRÆSNARI!

Kveðja úr hlíðinni
Ofur leiðinlegi maðurinn

Nafnlaus sagði...

Hehe alveg ágætt. Fyrir það fyrsta að þá er það langt því frá eitthvað frá mér komið að Europe sé one hit wonder, ég hef einfaldlega skopast með það að aðrir haldi öðru fram.

En vinsældarlistar eru nú ekki gott viðmið á tónlist endilega, sbr. Bubbi Morthens og vinsældir hans á Íslandi.

Það að ég tali um FM hnakka hér og þar og hafi komið lagi mínu á framfæri þar er engin árekstur, hræsnin er ekki meiri en það.

Hins vegar er ég búinn að fatta hver þú ert :)

Nafnlaus sagði...

Ég vil fá að taka það skýrt fram að ég er ekki ofangreindur Leiðinlegur. Ég er allveg fullfær um að kúka yfir Daníel undir nafni.

Nafnlaus sagði...

Hvað meinaru að það sé ekki frá þér komið að Europe sé one hit wonder. Ertu ekki búinn að vera halda því fram hérna fyrir ofan ? Og segja að það hafi verið í einhverju lame one hit wonder showi og alltaf að nota það sem brandara til að koma þér eða þínu á framfæri , núna ertu búinn skíta upp á bak og allveg yfir haus líka. það er meira að segja farið að leka niður andlitið. Hvað í andskotanum meinaru með að vinsældarlistar séu ekki gott viðmið á tónlist? Hvað eru þeir þá , bara svona það sem þú og "ekki vinir" þínir á FM eruð með í græjunum hverju sinni. Hættu nú að bulla og farðu að gera eitthvað af viti drulluhali

Leiðindapési

p.s. Sorry, ekki ennþá búinn að fatta hver ég er

Sævar Jökull Solheim sagði...

Þótt ómálefnalegar umræður og skítkast sé hér í hávegum haft, þá er það bara orðið leiðinlegt þegar fólk er að kommenta, í þeim tilgangi einum að fá útrás fyrir einhverja biturð og minnimáttarkennd... og það undir nafnleynd.
Þannig að ég held að þetta sé bara orðið ágætt og þakka ég öllum þeim sem höfðu eitthvað til málanna að leggja... bara að maður fengi alltaf svona mörg komment við bloggfærslum! :)