föstudagur, október 26, 2007

Föstudagslagið

Það er komið að árlegum stórafmælisdegi... það er nefnilega það góða við hann Villa að öll hans afmæli eru stórafmæli og haldið upp á þau með viðeigandi hætti. Þetta árið er engin undantekning og mun hann halda grímuballafmæli í kvöld, tilhlökkunin er mikil enda var þetta sko ekki leiðinlegt í fyrra. Vona líka að skreytingarnefndin hafi staðið sig jafn vel og áður.
Svo tókum við svona líka fína upphitun í gær á glaumbar, unnum heilan bala af bjór í poppgetraun Hlyns Ben, sem þurfti auðvitað að drekka. Mæli annars með fimmtudagskvöldunum á Glaumbar... stórskemmtilegt hjá honum Hlyni alveg.
Talandi um Hlyn, þá styttist í að fyrsta lagið og myndbandið af væntanlegri breiðskífu komi út. Mikil tilhlökkun hér á ferð enda í fyrsta skipti sem ég tek þátt í að spila inn á heila plötu. En mér skilst að það sé stefnt á að lagið og myndbandið komi út núna 1. nóvember. Myndbandið er víst sérlega fallegt og ætti að koma öllum í jólaskapið ;) fylgist með á myspace.com/hlynurben

En að öðru.
Föstudagslögin eru 2 að þessu sinni en þau eru, eins og í síðustu viku, frá tónleikum sem farið var á í sumar. Í þetta skiptið eru það Muse tónleikarnir á Wembley, eitthvað það magnaðasta sem ég hef orðið vitni af. Myndgæðin eru svosem ekki upp á marga fiska en vek athygli á rokköskrum Valda sem má heyra hér og þar í lögunum, sértaklega í New born, en honum var einmitt boðin staða bakraddara hjá Muse eftir tónleikana sem hann afþakkaði hálf móðgaður yfir að hafa ekki verið boðið að vera trommari.

Opnunarlag tónleikanna, Knights of Cydonia


Farið að kvölda og geðveikt ljósashowið komið í gang í New Born

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

muse eru ömurleggir