mánudagur, mars 05, 2007

bloggpásan

Svekkjandi að vera í bloggpásu, annars gæti maður sko tuðað yfir því að all time lágmarki var náð í íslenskri þáttargerð í X-factor á föstudaginn þegar allir voru farnir að grenja í beinni útsendingu.
Ég gæti líka vælt og grátið og leitast eftir samúð yfir ömurlegum og ósanngjörnum úrslitum í enska boltanum á laugardaginn, í framhaldi af því hefði ég líklega minnst á að ég vorkenni Eggerti greyinu eftir leikinn í gær, þvílík dramatík og nánast örugt að West Ham sé fallið. Ég myndi svo enda fótboltaumfjöllunina á því að minnast á þann gríðarlega spenning og eftirvæntingu sem býr innra með mér fyrir leikinn á móti Barcelona á morgun.
Ætli ég myndi svo ekki enda færsluna, ef ég væri ekki í bloggpásu, á því að minnast á að Daníel Geir frændi minn er að taka þátt í keppninni fyndnasti maður íslands í Austurbæ á fimmtudaginn. Ég er að sjálfsögðu búinn að kaupa mér miða til að styðja stákinn (samt aðalega af því að bjór fylgir miðanum) og hvet sem flesta til að gera slíkt hið sama enda ráða viðtökur úr sal víst töluverðu um úrslitin!

Kveðja úr bloggfríinu

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Og ef þú værir ekki í bloggpásu myndi ég kommenta hjá þér um það hvað ég væri hjartanlega sammála þér með X factor, horfði á þetta í fyrsta sinn á föstudag, og það verður ekki horft aftur... ef þú myndir blogga ... er fastur á ísó...

Nafnlaus sagði...

Merkilegt að þú skulir samt alltaf horfa á X- factor fyrst að þættirnir eru svona hrikalega leiðinlegir.
Fyrir þessu geta bara verið tvær ástæður:
1. Þú ert orðinn gamall og þunglyndur.
2. Alvarleg kúgun.

Svo er það bara kippa af bjór og Liverpool-Barcelona á morgun!!
:)

Nafnlaus sagði...

Er að spá í að koma með klisjukennda athugasemd við síðasta ræðumann og segja: OG ÞETTA KEMUR FRÁ?

Talandi um að þeir skjóti sem megi það!

Þetta kemur úr hörðustu!

Það vita nú allir hvernig Þorlákur minn er þegar Bjarnabófinn er í 500m Radíus! Svo að Kúgun er eitthvað sem sumir ættu að taka sér til íhugunar!

Smali sagði...

Það er gott að sjá að þú ert í fríi frá blogginu. Kannski kemur eitthvað frá þér af viti þegar þú snýrð endurnærður til baka.

Nafnlaus sagði...

2 dagar í keppnina :) Ég hlakka mjög til og vonandi sér maður sem flesta Draupnismenn og þeirra vini. Ég lofa ykkur hláturskasti við og eftir mitt atriði

Sævar Jökull Solheim sagði...

-Já... þetta er reyndar óskiljanlegt Þorlákur, ég hata þessa þætti en missi samt mjög sjaldan af þeim...

-Takk fyrir að standa við bakið á mér í þessum persónuárásum villi minn :)

-Smali, steinþegi þú

-Já og Danílel... þegi þú bara líka