sunnudagur, febrúar 12, 2006

PARIS

Þá er það komið á hreint hvar ég mun vinna í sumar.
Ég verð semsagt farastjóri og leiðsögumaður í París. Vinnan byrjar um miðjan mars en þá fer ég til Prag á námskeið en þaðan verður farið til París þar sem áframhaldandi námskeið verða þar til fyrstu gestirnir koma, 27. eða 28 mars.
Ég er að sjálfsögðu vægast sagt ótrúlega spenntur og fullur tilhlökkunar. Segi kannski frá því seinna, þegar ég nenni, hjá hverjum ég er að vinna og hvernig þetta verður allt saman.
En nú þurfa bara allir að fara að drífa sig að plana frakklandsferð í sumar! Vænti þess að sjálfsögðu að fá fullt af heimsóknum!!

PS. Það styttis í íslandsferð! :)
BP. Ólafur er búinn að senda inn mynd og myndatexta, þannig að sjötta umferð hefst á morgun eða þriðjudag

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta hljómar virkilega spenandi og skemmtilegt. Það verður reyndar að teljast galli að þú verðir ekki leiðsögumaður í Þýskalandi.Hefðir getað tekið vel á HM.
Hvernig er það geturðu þá ekki skaffað okkur góðan díl á flugi og hóteli í París??Núna þegar að þú ert kominn í klíkuna.:)

Sævar Jökull Solheim sagði...

já uss... það hefði ekki verið slæmt að kíkja á HM! (manstu hvað við vorum að gera þegar síðasta HM var? :)
Get nú því miður lítið gert af því að redda ódýrum flugförum... en mun búa á sama hótelinu í allt sumar þannig að ég efast ekki um að maður ætti að geta reddað fínum hóteldíl, en það kemur nú allt í ljós þegar maður er kominn á staðinn

Nafnlaus sagði...

Usss nýtt tungumál og alles...nú hefði komið sér vel að sleppa þýskunni hjá Dodda og taka frönskuna í staðinn :/ hmmm nei það var víst engin franska í Verkó Aust! Nú ættirðu að geta sagt okkur hvort að þjóðsögurnar um franska kvenfólkið sé rétt ;)

Nafnlaus sagði...

En hjá hverjum ertu að fara vinna kallinn minn?

Nafnlaus sagði...

Já uss við vorum ekki amalegir með afruglarann niðrí tónskóla. Það var nú góður tími. Auðvitað hefði verið eina vitið að við tækjum aftur við Neistafluginu í sumar og horfðum á HM. Við ættum gera þetta að sið að sjá um Neistaflugið á Hm ári.