föstudagur, febrúar 10, 2006

CCCP

*Riga er flott borg! ...þrátt fyrir ógnvænlegan frjósandi kulda!

*Ef einhver er að íhuga utanlandsferð, án þess að borga fúlgu fjár þá er flug frá london til lettlands með ryanair málið!!

*Er kominn með vinnu!! :D
Í sumar verð ég farastjóri og leiðsögumaður í Tékklandi, Ítalíu eða Frakklandi... spennandi!! :)

*Ólafur Arnar var sigurvegari fimmtu umferðar "toppaðu myndatextann". Beðið er með mikilli eftirvæntingu eftir mynd og myndatexta frá dómara næstu umferðar

*Norðfirðingadjamm á Broadway, Dreifaraþorrablót, Draupnisárshátíð, Afmæli, Körfuboltaleikur hjá Bibbu, Tónleikar með Hlyni, Fjölskylda og Vinir til að skemmta sér með... er ekki bara málið að skella sér heim í 12 daga eða svo??? jú, held það bara!! :)

*Snjóbretti um helgina? held það bara og vona!

*Grillað svínakjöt og rauðvín... er eitthvað ljúfara?... neibb... nema kannski grillað svínakjöt, rauðvín og góður øl í góðra vina hópi á eftir

*Liverpool að drulla á sig undanfarið? jább... :( en horfum bjartir fram á veginn

*Til hamingju með daginn Olla

*Sjómenn eru hetjur, sérstaklega Ásgeir Rúnar sem er menntaður flugmaður en starfar á sjó vegna ástríðu sinnar á báru og brimi. Fyrst og fremst finnst mér hann þó svalur af því hann er svo massaður.

*Teljari síðunnar er næstum því kominn í 50.000

*Allir meðlimir Dichmilch komu út úr skápnum í gær eftir að hafa tekið þátt í massívu hópkynlífi sem samanstóð eingöngu af karlmönnum og kiðlingum... kynþokki mun þó áfram vera þeirra helsta vörumerki

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá hvað þú lifir ljúfu lífi...
Ég vildi óska að við fengjum almennilegan skíðasnjó hér, ég hef ekki farið á skíði síðan við fórum í Bláfjöll fyrir 2 árum síðan - frekar slappt!
Ég fékk einmitt svínakjöt og rautt líka í gær...bara gott...mmmm
Til hamingju aftur með jobbið og það eru allir svaka spenntir að fá þig heim ;)

Nafnlaus sagði...

!"#$$%&/(!"#$%&/()
Svör við athugasemdum;

*Riga? Er það í Svartfjallalandi?

*Ryanair, Er það ekki eitthvað talíbanaflufélag?

*Þú fararstjóri, endar það ekki bara eins og neistaflugið(allt í mínus)

*Ólafur Arnar, drífa myndina inn maður

*Norfirðingadjamm, ath aðeins fyrir norðfirðinga; Þér er ekki boðið!

*Snjóbretti; Aldurstakmarkanir 12-17 ára.

*Grill og vín; Ertu ekki í megrun?

*Liverpool; So what else is new!

*Sjómenn er hetjur; Loksins kom eitthvað af viti frá þér.

*Teljarinn í 50.000 ; Ég á helminginn af því!

**Allir meðlimir Dichmilch samkynhneigðir. Það er reyndar rétt hjá þér.

*** Ofanrituð komment endurspegla ekki endilega hugsanir Simba.

Nafnlaus sagði...

Þetta er nú bara fyrsta gáfulega hugmyndin þín að koma heim og detta í það. En það er rétt hjá Villa að þetta er Norðfirðingakvöld þannig að hann mun ekki koma enda heiladauður Dalatangi. Við munum aftur á móti taka vel á því. Það er hreinlega spurning hvort að þig langi ekki til að spila með Dichmilch 10 lög á ballinu á Brodway?? Endilega pældu aðeins í því.

Nafnlaus sagði...

Þorfunkel, Hva! Ætlar þú að mæta? ég hélt að þú yrðir heima að passa!

Nafnlaus sagði...

Já, ég sendi inn mynd í kvöld/fyrramálið...
hvernig kemst maður í ferð þar sem Burrinn er fararstjórinn og leiðsögumaðurinn?

Nafnlaus sagði...

Velkominn aftur feiti. Þín hefur verið sárt saknað! Allavega saknað.... Allavega hef ég tekið eftir því að þú varst í burtu....

Sævar Jökull Solheim sagði...

já heiða, lífið er alveg fínt þessa dagana :) leiðinlegt að þú komist ekkert á skíði, eins og það er nú gaman! hlakka líka þvílíkt til að hitta ykkur öll :)

*Jú Villi, rétt hjá þér, Riga er einmitt í Svartfjallalandi.
*Jú Villi, miðað við verðlag þá er RyanAir mjög líklega talibanaflugfélag.
*Jú Villi, ég sem farastjóri endar mjög líklega í tómu rugli, neistaflug 2002 endaði þó í fínum hagnaði, bæði fyrir blúsklúbbinn og Valgeir Guðjóns.
*Jú Villi, mér er ekki bara boðið á Norðfirðingadjamm heldur verð ég líka heiðursgestur... ásamt Stebba Þorleifs
*Jú villi, snjóbretta-aldurstakmarkið er 12-17 ára, heppinn ég að vera svona unglegur og fallegur
*Jú Villi, ég er í megrun, ældi að sjálfsögðu öllum matnum og víninu
*Takk Villi, fyrr 25 þúsund heimsóknirnar... ég vissi alltaf að þú elskaðir mig

Já Þorlákur... síðast þegar ég var ráðinn í DichMilch, þá sem trommuleikari, var ég rekinn nokkrum dögum síðar þannig að ég veit ekki hversu vel ég treysti þessu boði. Svo er ég heldur ekki samkynhneigður eins og þið allir þannig að það gæti sett strik í reikninginn... en að öðru leiti þá er ég að sjálfsöðgu til! :) Meilar bara á mig prógraminu

Það er erfitt að segja Ólafur, en ég lofa persónulegri leiðsögn handa öllum sem heimsækja mig, hvar sem ég verð. :)

Takk Olla, lov jú tú

Nafnlaus sagði...

Fyrst að kommentin eru að detta niður hérna þá er best ég segi;

Sævar, Þorlákur, Valdi,
Þið eruð allir skollóttir, með bjórvömb og snarsamkynhneigðir

Sævar Jökull Solheim sagði...

ég er ekki sköllóttur