þriðjudagur, júní 21, 2005

Nú var ég duglegur

Er búinn að henda inn einhverjum myndum, og var meira að segja svo duglegur að skrifa texta við þær allar.
Má samt því miður ekki vera að því að blogga núna, ætla að fara að kaupa mér eitthvað, veit bara ekki alveg hvað það er ennþá...
Það er loksins orðið gaman í vinnunni, maður hefur allavega eitthvað að gera sem er fín tilbreyting frá síðustu viku! Það er samt frí hjá mér á morgun... spurning hvað maður tekur sér fyrir hendur.
Fór á tónleika í gær með gaurnum sem keppti fyrir hönd Króatíu í Eurovision þar sem hann söng um að úlfar dæju aleinir. Ég tilkynnti mannskapnum það að sjálfsögðu að þessi keppni væri ekkert nema helvítis klíka og að selma væri miklu betri en þeir allir til samans... og hananúh! En neinei, þetta voru mjög góðir tónleikar og ég var alveg að fíla blessaðan kallinn.

En eins og ég segi þá má ég ekki vera að þessu... takk aftur fyrir að kommenta!
bless

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Var að tékka á statusnum á þér og verð að segja að Sjakkí er mikið flottara nafn en Sævar, segið svo að Svartfellingar séu vitlausir.

ég lái þér svosem ekki að hugsa um að stökkva framaf brúnni, þar sem þú ert enn skráður í FC Ice.....ég persónulega mæli með löngu og alvörugefnu samtali við Gísla Martein, það er hið fullkomna sjálfsmorð;)

Anyway, ætlaði bara að splæsa á þig kveðju og skemmtu þér konunglega í montenegro....

Ice #8

Fanny sagði...

Já Sjakki duglegur.. Ég hef ekki miklar fréttir. Set eitthvað inn a bloggið nuna a eftir. M.a. um ad Lise hafi loksins náð að ríða Jógvan. Svaka drama tar i gangi.

Barði er drullusokkur. Tað var svo sem auðvitað að hann máli reykjarvíkurbæinn rauðan meðan við erum upptekin annarsstaðar i heiminum.

Hafðu tað gott karlinn minn...

Nafnlaus sagði...

Sælir, gaman að sjá að það gengur allt svona vel. Ég og Elínborg vorum að skoða myndirnar og urðum ekkert smá abbó, værum alveg til í að liggja á ströndinni svona af og til. En haltu áfram að skemmta þér og hafðu það gott.
kv. Ólöf Fr.

Bibba Rokk sagði...

Bíddu bíddu, ekki ætlist þið til þess að Barði leggjist í dvala þótt þið 2 stingið af og farið úr landi :)

Gaman að heyra í þér Sævar, ekkert nýtt að frétta af mér, bara sama gamla, er reyndar byrjuð í bootcamp (www.bootcamp.is) en annars ekkert að frétta :(

Nafnlaus sagði...

Magnaðar myndir félagi!

Dillibossi Knúdsen sagði...

Vá hvað mann langar að vera þarna líka.. djöfull hlýtur að vera gaman..!! (öfund, öfund)... hehe nei djók.. er ekkert smá stolt af þér... og hey sjónvarðpið.. uuuhhhh :o)

Fanny sagði...

Jess Bryndís. Líst mér á tig. VAr einmitt að hugsa til tín,hvort að tú myndir ekki drífa tig í tetta bootcamp. Soundar svo geðveikt vel. Arrrrgggg..

p.s. Auðvitað heldur lífið ekkert áfram tegar við Sjakki erum ekki á svæðinu. Ekki skrifa svona vitleysu;)

Sævar Jökull Solheim sagði...

Takk fyrir það Ice#8. Það er bara vonandi að þið haldið áfram á sigurbraut og maður kemur bara inn í meistaralið þegar maður kemur til baka! :)

Þetta er rétt hjá Fanný, þvílík bjartsýni í bootcamp gellunni að halda að lífið haldi áfram án okkar... :p

Nafnlaus sagði...

Flottar myndir, er að hugsa um að mæta á flugvöllinn hér heima þegar þú kemur heim og standa með svona skilti, velkominn heim Sævar :) eða kannski skrifa eikvað annað skemmtilegt..veit ekki alveg hvað það á að vera, hef nógan tíma til að hugsa það er þaggi :) Jæja best að hætta þessu bulli. Ekki liggja of mikið á ströndinni, það er ekki sanngjarnt gagnvart okkur hér á Íslandi :)
Kær kveðja Kata

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þú ættir að blogga oftar.
kv. Einar