mánudagur, júní 27, 2005

Ég hata hana!!!

Já... það er spurning hverjum mér er svona helvíti illa við... en fyrst vil ég þakka fyrir kommentin og mailin (jafnvel líka kommentin þar sem fólk er að kvarta yfir hvað ég er latur að skrifa! :) ...Ég veit ég er alltaf að þakka fyrir kommentin... en það er bara af því að það er svo gaman, sérstaklega þegar maður er í útlöndum, þegar maður kemur í tölvuna og sér að einhver hefur skrifað e-ð til manns :)

En allavega... ástæðan fyrir því að ég hata hana er einföld:
Í næsta húsi við mitt hús er hálfgerður fugladýragarður... þar býr fólk sem er með hænur og kalkúna... já og hana! Ekkert nema gott um það að segja.
Ég hef alltaf litið á hanagal sem eitthvað sem gerist út í sveit einu sinni á sólarhringi, eða við sólarupprás en þá lætur haninn með tignarlegum hætti vita að nýr dagur sé risinn... mjög sjarmerandi og jafnvel nokkuð rómantískt.
Haninn í næsta húsi við mig er ekki sjarmerandi og hvað þá rómantískur. Kvikindið er sígalandi (ef gal má kalla... þetta er frekar einhverskonar baul!) og vekur mig svona 3svar til 4 sinnum á nóttu... fyrir utan að baula allan daginn... og það er nú ekkert venjulegt gaggalagú... neinei það er eins og kvikindið eigi lífið að leysa, sé gjörsamlega að skíta í brækurnar og ætlar jafnvel að æla nokkrum innyflum í leiðinni... ömurlegt hljóð!
Nú er ég önnum kafinn við að finna aðferð til að drepa kvikindið án þess að ég verði sjálfur drepinn af eigandanum... Fyrsta stig aðgerðarinnar er þegar hafið en það er að henda tyggjóklessum í miklu magni í garðinn og vonast til að hanahelvítið fái sér smakk og kafni!

Nóg um það...
Í dag er líklega heitasti dagurinn hingað til. Hitastigið er 36°c en það er mælt í skugga og gjólu fyrir utan borginna... þannig að mollan hér á götunum er allsvakaleg. Í nótt þegar ég vaknaði (við hanabaulið að sjálfsögðu) var mér svo heitt að ég færði mig fram og svaf undir loftkælingunni... guð blessi loftkælinguna.

Vinnan er stundum skemmtileg og stundum ekki... þegar ég hef eitthvað að gera, þá er gaman, eins og undanfarið er ég að dunda mér í photoshop að gera hugmyndir að auglýsingum fyrir Bravo ávaxtadrykk sem eiga að birtast á bilboard auglýsingaskiltum. Þeim er búið að lítast rosalega vel á 2 hugmyndir hjá mér og nota líklega aðra þeirra... því miður alls ekki hugmyndirnar sem mér fannst bestar, en fokkit mínar hugmyndir enga síður :)

Jæja, nóg af babli í bili
bless

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ vá hvað ég skil þig að vera pirraður úti þennan hana, þetta er örruglega ekki svona hljóð sem maður venst bíst ég við. En allavega frábært með auglýsinguna, hugmyndirnar bara að rjúka upp hjá þér :)
Svo er maður bara að fara til Danmerkur á morgun vá hvað ég er orðin spennt á örruglega ekki eftir að geta sofið...
Kveðja Stína

Nafnlaus sagði...

Ef hann kafnar ekki af tyggjóinu, eitraðu þá fyrir helvítinu! :p

Nafnlaus sagði...

spurning um að leggja þessa hanaþraut fyrir sveitalubbana í hópnum: Örnu, Doppu og Gaua ... ;)

Nafnlaus sagði...

Hahaha..ég sé þetta alveg fyrir mér, hani að kafna útaf tyggjói sem er fast í hálsinum á honum og þú liggjandi einhver staðar í felum rosa ánægður með að hafa drepið greyið litla hanann sem var bara að reyna tjá sig, kannski er hann bara að reyna tjá ást sína á þér ;)
But keep doing good work :)
bæbæ Kata

Nafnlaus sagði...

Sæll vertu hnoðrinn minn! Hér eru um 12°svo veðrið þitt hljómar jafnvel spennandi fyrir lítinn frosinn bókavörð... Sumarið samt búið að vera snilld hingað til sem mun magnast til muna þegar ég og Begga höldum á Sæluhelgina á Suðureyri eftir viku með gítar og öl í skottinu..Hápunkturinn verður samt versló þar sem Sáln og Paparnir og OLLA verða að tjútta og það verður sárt að hafa þig ekki með í þetta skiptið! verð bara að segja mömmu að drekka kaffið sitt ein !! ;) En passaðu þig á Svörtu Fjöllunum og skordýrum sem bíta! kossar og knús feita mús!

Nafnlaus sagði...

Vildi bara aðeins láta vita af mér og segja þér það að ég kíkti í höllina þína rdaginn eftir að þú fórst út. En með hanann, henntu til hans stórum svörtum piparkornum.... Það virkar ég lofa...
Kveðja frá Neskaupstað. Sigurjón E

Fanny sagði...

Men.... I know you... Þegar piccadelly skiltið í London prýðir auglýsingu eftir þig. Þá mun ég segja. Fanný þjálfaði hann. Eins og í Herkúles... Philo þjálfaði hann.
Geðveikt.
Fer á Norrænu aftur á morgun. Ætla að gera mitt besta til þess að vera mjög drukkinn allan tíman sem ég á eftir. Kannski verð ég rekin?? Maður veit aldrei. Hef aldrei verið rekin áður. Kannski allt í lagi að prufa það svona, fyrst ég er ekket að fíla þetta svo vel. Annars líst mér vel á að kíkja til þín í heimsókn. Varla sól hérna.

Sævar Jökull Solheim sagði...

Hehehe... ja einmitt... if you ever need a auglysingaskilti, hafid tha bara samband vid mig!:)
List ekkert sma vel a tetta plan hja ter Fanny... ad vera bara drukkin og vitlaus allan timann, yrdir okkur til mikilla soma! :) gangi ther vel.
Thad gat nu verid Sigurjon ad tu kiktir eftir ad eg var farinn... thad hefur svo verid viljandi... en takk fyrir piparkornaradid, aetla ad prufa thad tar sem tyggjotrikkid er ekki enn ad virka. Og nei Kata hann er ekki ad tja ast sina a mer... hann allavega elsar mig ekki meira en thad ad eg sa hann ridlast a einni haenunni um daginn! omerkilegur!
Ja Olla, mamma thin verdur oruglega mjog sar ad turfa ad sitja ein ad kaffinu... verd bara ad baeta henni thad upp seinna, annars verdur thetta oruglega helviti nett helgi hja ykkur!!!
Goda skemmtun a Roskilde Stina! :)

Va thetta er bara ordin heil bloggfaersla... en nuna er eg farinn heim ad horfa a urslitaleikinn i alfukeppninni... loksins e-d sem eg get saett mig vid ad horfa a med tysku tali!

Nafnlaus sagði...

Hanar :S ég hata hana meira en nokkuð anna og hef reynt að drepa nokkra um æfina...en hef ekki fundið neina launs enn. Lennti meira að segja í hanaslag..held að ég hafi farið verr út úr því, bæði á líkama og sál :S (12 ára gömul) ætla aldrei aftur að koma nálagt þeim svo...ekki björgun frá mér..ráðið frá sigurjóni gætti þó dugað en ég mundi bara eitra fyrir helv. En eitt ráð, fáðu þér eyrnatappa!! Hafðu það gott þarna í hitanum ;)

Sævar Jökull Solheim sagði...

heheh... 12 ára í hanaslag, ég er hræddur um að það hafi verið frekar spaugileg sjón! :)

Bibba Rokk sagði...

Blessaður sævar og sorry hvað ég er léleg að kommenta, ég er bara ekkert að leika mér á netinu. Er að skrifa e-mail til þín :) kemur vonandi fyrir lok vikunnar ;) þú veist hvað það er langt ferðalag fyrir e-mail að fara alla leiðina til þín.