þriðjudagur, júlí 26, 2005

"Stelpur í Svartfjallalandi eru fallegri en stelpur á Íslandi"

Já svona er maður nú heimsfrægur maður... um daginn var það sjónvarpsviðtal og nú er það viðtal við eitt mest lesna dagblað landsins.
Sem fyrr mætti ég í viðtalið með einum AIESEC´ara, en hann var að segja frá starfsemi þeirra hér í landi, svo var útlendingurinn, ég, spurður um land, þjóð, ferðaþjónustu og kvennfólk. Flestir kannast líklega við setningar á borð við "how do you like Iceland?" og "how do you like our girls?" en hvað þetta varðar þá eru Íslendingar og Svartfellingar mjög svipaðir. (note to self: aldrei að spurja útlending að þessu aftur!)
Flest var haft nokkuð réttilega eftir mér, eða þangað til það kom að kvennfólks-spurningunni en það hljómaði e-ð á þennan veg:

bm: How do you like the Montenegran girls?
SJS: Montenegran girls are very nice
bm: Are they beautiful... more beautiful than Icelandic girls?
SJS: They are very beautiful but it´s difficult to compare them to Icelandic girls... so I can´t really tell (þetta sagði ég að sjálfsögðu bara fyrir kurteisissakir þar sem ég kunni ekki við að segja henni að Svartfellskar stelpur myndu að sjálfsögðu tapa þeirri baráttu enda hvergir fegurra kvennfólk en á Íslandi!!)

Þetta var nú samt túlkað á þann veg sem fyrirsög þessarar greinar segir til um... sem er allt í lagi, en nú veit maður hvernig það að er að vera celebrity og allt sem maður segir er slitið úr samhengi! ;)

------------
Össs... þvílik snilldar vika að baki! Held svei mér þá að þetta hafi hreinlega verið ein sú besta ever.
Ætla þó ekki að skrifa neina langloku um hana heldur bara mjög stutt...
Fór með næturlest til Belgrad og deginum var startað með bjórsötri við árbakka Dónár. Um kvöldið var svo standandi partý eins og reyndar öll kvöldin. Næstu dagar fóru í skoðunarferðir um Belgrad, siglingu um Dóná og chill á ströninni við vatn sem liggur utan við Belgrad þar sem m.a. var spilað strandblak og farið á sjóbretti. Þessu fylgdi takmarkalítil bjórdrykkja og partýhöld.
Eftir Belgrad var haldið í 12 tíma rútuferð til baka til Svartfjallalands, en þar var legið á ströndinni, dags sigling um Montenegro flóa, gamlir bæir skoðaðir og farið í rafting, mig rámar í að þessu hafi einnig fylgt töluverð bjórdrykkja... það er ekki laust að maður sé svolítið eftir sig eftir svona ferð og frekar glatað að mæta aftur til vinnu :/ ...en þá er bara að finna sér eitthvað nýtt til að hlakka til, en það vill svo skemmtilega til að tveir félagar mínir eru með íbúð á leigu við ströndina í 2 vikur, ég er ekki frá því að þar verði ég bara alla næstu helgi.

held ég segi þetta gott í bili... vona að meðleigjandinn sé búinn að elda eitthvað gott handa mér

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Auðvitað eru sætustu stelpurnar á Íslandi :) Það er frábært hvað þú ert orðinn frægur þarna, og eru menn ekkert að hözzla ;) En gaman að fá sms frá þér, var sofandi þegar ég fékk það og var ekkert að fatta að þetta væri þú fyrst en svo þegar ég vaknaði og las þetta aftur kveikti ég á perunni :) Best að kveðja í bili, þú ert að missa af frábærri verslunarmannahelgi. Kv. Kata

Fanny sagði...

Drengur að sjálfsögðu orðin seleb á Svartfjallalandi. Ekki að spyrja að því.

Mér líst vel á þetta strandhús,,, afhverju í fjandanum fór ég bara ekki með þér. Þú ert að lifa fullkomnu lifi þarna úti. Ánægð með þig.

Þessi verslunarmannahelgi er alveg eins og hinar sem hafa verið á hverju ári. Held að það séu frekar við sem erum að missa af frábærri verslunarmannahelgi hjá þér.
Hafðu það gott.

Sævar Jökull Solheim sagði...

"frábært hvað þú ert orðinn frægur þarna". hmmmm það er nú vandamálið, maður kemur í sjónvarpi og blöðum og samt þekkir mann enginn :/ Hvað þarf maður eiginlega að gera til að verða frægur hérna! mér finnst að það ætti að vera nóg að vera bara útlendingur.

Já Fanný, þú hefðir bara átt að koma með, það hefði nú ekki verið leiðinlegt maður! Verslunarmannahelgin var snilld hjá mér, ekki laust við að maður sé nett sólbrenndur eftir ströndina... fer nú samt ekki ofan af því að ég hefði sko heldur betur verið til í að taka Versló heima, það er alltaf jafn gaman... en eins og þú segir þá á maður nú líklega eftir að lifa nokkrar verslunarmannahelgar í viðbót :)