mánudagur, ágúst 01, 2005

Helgarpakkinn

jæja nú kíkir maður á allar bloggsíður á 5 mín. fresti og bíður spenntur eftir ÖLLU verslunarmannahelgarslúðrinu! svo má líka bara commenta því hér.
BRING IT ON!!!!!

4 ummæli:

Fanny sagði...

OK...

Kom til landsins á fimmtudaginn. Þurfti að bíða eftir flugi í 3 tíma. Ekkert vandamál. Las fréttablaðið og séð og heyrt á meðan. By the way Andrea Brabin á lausu;)
Hulda og Grímur náðu í mig út á völl. Við fórum með dótið mitt heim. Var by the way með 60 kíló í yfirvigt:þ Anyway. Við fórum svo á Burger King og borðuðum þar. Svo bara lagðist ég upp í sófa og svaf til klukkan 6. Fór þá bara heim til mín. Og til Jóhönnu um kvöldið. Horfðum á video og borðuðum nammi. Föstudagurinn var flottur. Var að vesenast með Magnúsi og Huldu. Þau voru að kaupa sér flísar á baðið. Ég fór í litun og plokkun. Svaka skutla núna. Fór og náði í númerin á bílinn og svo um kvöldið þá var HUMARVEISLA hjá Magnúsi. Ekkert smá gott. Eitt orð yfir þetta. Brilliant. Fór svo bara til Jóhönnu og kláraði að horfa á 4 seríu af 24. Maður lifandi það var spenna í loftinu.
Vaknaði um hádegi á laugardaginn og fór í smáralind með Sólveigu og Jóhönnu. Keypti mér ekkert. Fór heim um 5 lagði mig til hálf 7 fór þá heim til magnúsar gerði mig klára fyrir djamm. Hafdís kom og ég gerði fullt af kokteilum handa okkur.(daman á nóg af víni;) Við vorum sauðdrukknar á hressó. Trúbador að spila útileigulög og allir með tölu á hressó í þvílíkum feeling að syngja með. Meira að segja Hafdís sem syngur aldrei. Drösslaðist seint heim eftir mikin skandall og var mikið þunn þegar ég vaknaði um hádegi á sunnudaginn. Með smá mórall, samt ekki. Fock it. Fór til Magnúsar um klukkan 18:00. Passaði fyrir þau svo þau gætu farið í matarboð. Bauð Jóhönnu í mat og eldaði mat sem þú myndir borga mikið fyrir. Jóhönna stóð á öndinni og ég var sjálf að dásama sjálfri mér fyrir snilldar eldamennsku. Við Jóhanna horfðum á Video og svo fórum við að spila brilliant spil sem heitir sequence. Hryllilega skemmtilegt spil sem ég ætla að kaupa svo við getum spilað í strætinu. Var að passa til klukkan 4 í nótt. Fór heim til mín. Vaknaði í morgun þegar Magnús bróðir hringdi og sagðist koma eftir 5 mínútur og ég ætti að vera klár. Ég stökk í föt og fór með þeim í húsdýragarðinn og hef verið þar í allan dag. Skoða dýr með Grím Guðmanni. Ekki leiðinlegt fjölskyldustúss. Ég er núna að fara heim til Magnúsar þar sem okkur pabba er boðið í mat. Grillaður kjúklingur með snilldar meðlæti og klikkaðri sósu. Ég ætla einnig að fá mér einn kaldan með. Eftir matinn ætla ég til Jóhönnu að spila sequence. Ég náttúrulega er miklu betri en hún í þessu spili. Verð líka betri en þú Sævar Jökull í þessu spili.
En þetta var samt í smáum dráttum verslundarmannahelgin hjá mér. Gerði allt held ég sem maður á að gera um verslunarmannahelgi. Helgi vina og fjölskyldu samvera.
Vín, góður matur, góðir vinir, yndisleg fjölskylda.

Samt sem áður ert þú að njóta lífsins úti, á framandi stað og ég hugsa mikið til þín. Öfund númer 1.2.og 3. Ekki hafa áhyggjur af því að þú sért að missa af einhverju hérna heima. Því það er allt eins og verður ekkert almennilegt gert fyrr en dreifarar fara í sumarbústaðarferð í haust. Sú ferð verður einmitt ekki farin fyrr en þú kemur heim.
Hafðu það gott karlinn minn.
Hlakka til að fá þig heim, ég ætla svo að elda eitthvað gott handa þér. Þín mun bíða veisla. Loforð.

Sævar Jökull Solheim sagði...

vó! þetta er magnað komment hjá þér Fanný Guðbjörg!
Gaman að heyra af verslunarmannahelginni hjá þér... og þú ert klárlega með forgangsatriðn á hreinu!
Ég fæ alveg vatn í munninn af þessu matartali, hlakka sko til veislunnar sem bíður mín!
Það hefði nú líka verið gaman að fá nánari skýringu á "skandalnum" sem þú talar um ;)

Nafnlaus sagði...

Vá held ég geti ekki toppað þessa færslu hjá henni Fanný! Held það sé líka bara nóg að segja þér að ég hösslaði og við höfðum það bara mjög gott stelpurnar fyrir austan í blíðunni og Sálarballið rokkaði feitt...
hey hvenær er best að hringja í manninn?

Nafnlaus sagði...

Já þetta var svalasta svalhelgi!! sólin skeið í heiði á Neistaflugi og ég fór á öll böllin með Hröbbu og svo kom Ragna með okkur á Sálarball og við fórum í innflutningspartý til Maríu F og Guðmundar og lékum við Stefán Jóhann og Barði var svartur (sörpræs) og mundi varla eftir partýinu og Sálin var geeeeeðveikt góð og Paparnir voru maaaagnaðir og bjórinn ííííískaldur (þó hann hafi ekki kostað 31 helvítis krónu).... Gunni og Felix voru í svaka stuði og það var bara mjög vel heppnað að hafa varðeldinn úti hjá barnaskóla(sundlaugarviðgerðir) og það var alveg logn og ótrúlega fallegt veður og hlýtt og Kristján eftirherma var jafn leiðinlegur og alltaf og þetta var bara ynnnnnnnnnnnnnnnndislegt! Talaði um þig við einhvern man það og hann sagði þú kæmir heim í sept eða okt en ég sé þig aldrei aftur því ég verð flutt til Noregs og sendi þér því bara hugheilar jóla og nýárskveðjur frá Bergen! lovvjú gamla kú fokkjú!