mánudagur, ágúst 15, 2005

ljúffengur biti!

"Ljúfa líf ljúfa líf" söng Páll Óskar hér um árið og lagði áherslu á orð sín með skemmtilegum handahreyfingum, "geggjaða líf" sagði Flosi Ólafsson og Vinir vors og blóma sungu síðar, "lífið er yndislegt" heyrðist í brekku þjóðhátíðar og Louis Armstrong söng svo undurfagurlega "what a wonderful world".

Já... ég get hér með fullyrt að engin af þessum setningum á við þegar maður er alsettur helvítis moskítóbitum!
Þegar undirritaður hættir sér óvart innan við kílómetra frá vatni eða á og ef vel er hlustað þá má heyra moskítóflugur syngja "here comes dinner" og tryllingslegt fagn heyrist því næst og svo hefst veislan.
Var í Belgrad síðustu helgi, fösudagssíðdegið fór í að spila strandblak við Ada vatn sem er lítil útivistarparadís þar í borg. Um kvöldið þegar bjórar fóru að opnast á töluvert meiri hraða en gengur og gerist var mig farið að klægja all óbærilega mikið í bitin... Ég spurði félaga mína hvort þeir væru ekkert bitnir, eða hvort ég væri bara svona mikil kjelling að vera að væla yfir þessu... Jújú, mér var tjáð að ég vissulega væri ég bara aumingi þar sem þeir væru líka með eitt eða tvö bit... en spurðu jafnframt hvað ég væri annars með mörg bit?... Ég gafst upp á að telja þegar ég var kominn upp í 23... ég er fokking lostæti!!

Annars var helgin í belgrad algjör snilld... nenni nú samt ekkert fara nánar út í það, nema það var bara mikið skoðað, djammað og djúsað.
Spurning hvað verður gert næstu helgi... það eru uppi hugmyndir um Sarajevo, ekki óspennandi það. En það kemur nú allt í ljós.

Jæja... má ekkert vera að þessu, þarf að fara að klóra mig til blóðs... svo ætla ég heim að leggja mig, öll rúmin voru uppbókuð í lestinni í nótt, þannig að við þurftum að sætta okkur við frekar óþægileg sæti og því ekkert sofið og mætt beint í vinnu, hálfþunnur og hress! :)

sælar

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já við Fanný fórum líka á ótroðnar slóðir...danska daga í STYKKISHÓLMI...hljómar kannski ekki eins spennandi og Belgrad en alveg ótrúlega góð skemmtun (sumir segja betra en Neistaflug) og Jakub Sveistrup sló alveg í gegn hjá kvenþjóðinni :)

Bibba Rokk sagði...

Ég fór eina ótroðna slóð og tvær helvíti vel troðnar, aka, Prikið (ótroðið) og Hverfis (stoppað niður í heljar) og Óliver (alveg að verða að kartöflumús)

Sævar Jökull Solheim sagði...

bíddubíddu... betra en neistaflug! þá hlýtur nú að vera eitthvað slúður... maður bíður ennþá eftir símtalinu! :)

Hvernig er það Bibba, er hverfis ekkert að deyja... hélt að allir myndu hætta að mæta þegar ég færi. Ég er farinn að halda að ég sé ekki eins mikilvægur og ég hélt að ég væri :/

Bibba Rokk sagði...

Hverfisbarinn átti ansi erfitt sumar og var komin í lífshættu á tímabili en lýtur út fyrir að hann sé að jafna sig og komi sterkur inn með haustinu. Hins vegar er alveg augljóst að hann mun aldrei vera samur eftir að þú fórst, sakna góðu stundanna þar með þér, Möttu og Ólafi, those where the days. Held að ég leggji bara áfengi á hilluna í lok næstu helgar fram í október/nóvember, enda lífið ekki það sama án þín.

Nafnlaus sagði...

Kæri Sævar
takk fyrir bréfið, soldið erfitt að skylja það því stafirnir voru eitthvað skritnir. Ég er byrjuð í skólanum og það er bara gaman, mamma og pabbi eru níbúin að vera í Reykjavík að koma Ingibjörgu og ómari fyrir í íbúðinni.Anna Rósa er að fara á morgun og Bylgja og ég eigum eftir að sakna hennar mikið. Kveðja Hafrún og Bylgja.Mamma byður fyrir kveðju til þín og hlökkum til að hitta þig