miðvikudagur, ágúst 03, 2005

eða...

Piff... Menn eru ekki að standa sig í að miðla til mín verslóslúðri... (og þó, heiða með höstl, fanný með skandal og ólafur með útilegustól, það er þó eitthvað...) vona að fólk sé ekki lagst í eitthvað eftirskemmtilegradagaþunglyndi.
Ég eyddi minni helgi á ströndinni í góðum félagsskap, sólbað og sund á daginn, bjór og miðnætursund á nóttunni, ferlega fínt.
Lífið er nú pínulítið erfitt þessa dagana... hitinn er fáránlega mikill... ekki nóg með það að hitinn sé hár í þessum heimshluta heldur er Podgorica umkringd fjöllum sem gerir það að verkum að hér myndast molla sem gerir bæinn að þeim heitasta í landinu, ekki bætti úr skák að í gær var ég veikur og er hálf slappur ennþá í dag :/ Þannig að eftir að vinnutíma lýkur þá er skundað heim og setið undir loftkælingunni það sem eftir lifir dags, lesið bók og beðið eftir kólnandi veðri... það er reyndar alveg nokkuð ljúft. Á morgun er reyndar spáð "heavy thunderstorms", það verður fínt ef það gengur eftir.

Það eru miklar vangaveltur þessa dagana hvað maður á að gera þegar ég fer héðan... það er klárt mál að ég ætla að ferðast eitthvað... bosnía, króatía, albanía, ungverjaland... allt lönd sem mig langar að heimsækja. Allar hugmyndir um áhugaverða staði eru vel þegnar!
Eina sem ég veit er að ferðalagið mun enda í Englandi þar sem ég ætla loksins að láta verða að því að fara á Liverpool leik og svo mun leiðin liggja til Noregs þar sem ég verð í einhvern tíma.
Hmm... erfitt að ákveða eitthvað svona.

Sökum aðgerðarleysis hef ég hreinlega ekkert að segja... nema bara að ég biðst innilega afsökunar á þessari drepleiðinlegu bloggfærslu og lofa jafnframt bótum og betrum með (vonandi) kólnandi veðri.

19 ummæli:

Fanny sagði...

Þetta fannst mér ekki leiðinleg bloggfærsla. Þetta var mjög áhugavert.......... Djöfull sem mig langar að vera með þér. Ferðast ertu að kidda mig.

p.s. mig drulluleiðist svona í fríi.. Hvað á maður að gera í sumarfríi... hvað gerðir þú þegar þú varst í "fríi"

Nafnlaus sagði...

Líst vel á Ungverjaland... farðu líka til Tyrklands að heimsækja Ísak Halim Al. Væri gaman að fá mynd af þér með Dagbjörtu og Rúnu ;)

Blessaður.

Sævar Jökull Solheim sagði...

veistu... ég hef bara ekki hugmynd um hvað ég gerði þessa "frí" mánuði...
En mér leiddist sko ekki eina mínútu... það er gott að vera einfaldur, þá þarf lítið til að skemmta manni :)

Sævar Jökull Solheim sagði...

já ólafur! þarna er komið mission!
Ég sé fjölskyldumyndina alveg fyrir mér! Dagbjört, Rúna, Burri, Halim og Hasim Kaplan.
Sævar til Tyrklands, Halim heim!

Bibba Rokk sagði...

Jæja Sævar, verslunarmannahelgarslúðrið er á leiðinni til þín í e-mail, svona smá hint, þá er mitt slúður vel tattúveðrað............

Spurning síðan um að hitta þig bara í Liverpool.... væri ekki slæmt að skella sér á einn góðan leik.

Fanný, ég get alveg sagt þér hvað hann Sævar gerði í fríinu, hann hékk hérna á Strætinu með mér, átum morgunkorn, spiluðum heimskulega leiki á netinu, skokkaði um tjörnina, drakk, djammaði, borðaði, drakk meira, djammaði en þá meira, sofa, sofa meira, sofa en þá meira..... ertu að ná myndinni??? og já, morgunkorn kvölds og morgna.

Nafnlaus sagði...

Hasim Kaplan....muhahahaha!!! Nú fór ég að hlægja, var búin að gleyma nafninu á kellunni. Bjóddu hana velkomna á fund hjá Sameinumst hjálpum þeim klúbbnum og í sameiningu náum við kannski rúnu og dagbjörtu heim:)
Kveðja Matthildur ( já og ég veit að silla biður að heilsa hún er bara hálf glötuð greyið þegar kemur að því að kommenta:) )

Sævar Jökull Solheim sagði...

hmmm já Bryndís... þetta hljómar bara nokkurnveginn eins og það sem ég gerði í "fríinu"
mmmmm... ljúfir dagar!

Já Matta... Hasim kæmi líklega mjög sterk inn í Sameinumst hjálpum þeim kórinn!!! Það er nú samt spurning hvort hún sé með Moulin Rouge syrpuna á hreinu sko

Nafnlaus sagði...

Er Hasim Kaplan ekki lögfræðingur Íslandsvinarins Ísaks H. Al og er hann ekki karlmaður?

Slúður um Verslunarmannahelgina... hún var einhvern veginn frekar dauf, það dó t.d. enginn í slysi

Sævar Jökull Solheim sagði...

piff... það er nú meiri helgin, ef enginn dó í slysi!
Hvernig er það annars, var ekki haldinn Kópur 2005?

Nafnlaus sagði...

Enginn skipulagður Kópur þetta árið, það mættu samt nokkrir í dorgveiðikeppnina við Kópavogshöfn á föstudagskvöldinu. Það er kannski efni í slúður að óvenju fjölbreyttur afli kom upp þetta árið, t.d. veiddist krabbi og koli í fyrsta skipti

Nafnlaus sagði...

Hasim Kaplan, var það ekki tyrkneskur lögfræðingur Sophiu? Æ, who gives... Halim heim og börnin burt :p

Ég spyr bara eins og Halim gerði hér um árið: ,,Er Sophia dauður?"

Fanny sagði...

Ólafur dóninn þinn.

Nafnlaus sagði...

Sævar....er Hasim ekki mamma kauða??? Jeremías ég var reyndar búin að fá mér nokkra öllara þetta kvöldið sem við ræddum um Hasim og syngja úr mér allt vit. En hvað syrpuna varðar þá þarf ekkert að kunna textann því ef silla syngur með þá kæfir hún alla hina söngvarana...allavega heyrði bibba bara í sillunni. ( enda var silla líka að radda sönginn....já,stúlkan hún er hæfileikarík)
Kaplan-kveðjur Matta patta

Sævar Jökull Solheim sagði...

jahhh... ég hélt að Hasim væri mamma Halim, það var mér allavega sagt... og ef það er ekki rétt þá er mér líka bara alveg sama og ætla kalla mömmu Halim áfram fyrir Hasim hvað sem hún heitir!

hehehe... inntökuskiklyrðin í sameinumst hjálpum þeim kórinn eru semsagt engin... þar sem engu máli skiptir hversu vel þú syngur, Silla, hin hæfileikaríka, mun alltaf yfirgnæfa þig! :) bommbommbommbomm

Nafnlaus sagði...

jæja þá er komið að því að sillan m
commenti loksins...enda mikilvægar umræður í gangi:) sko ég skal segja ykkur það skvetta og savar bomm bomm bomm að það kemst sko ekki hver sem er í sameinumst hjálpum þeim klúbbinn...þetta er mjög erfitt val þegar kemur að inngöngu meðlima..ég syng kanski hátt en fólk verður nú samt að kunna textana á syrpunni og ég tala ekki um rokklingasyrpuna og rokklingadansinn við jibbý jey;)
kveðja silla bomm bomm bomm bomm

Sævar Jökull Solheim sagði...

og... þar með eru u.þ.b.allir útilokaðir... nema við auðvitað. :)

btw. gaman að sjá að Sillan sé á lífi!

Bibba Rokk sagði...

Ég tel mig vera með sjálfkrafa inngöngu þar sem ég hlustaði á kórinn á sinni fyrstu æfingu og naut þessi mjög vel er ég lág í rúminu mínu og verð að viðurkenna að betri söng fyrir svefninn er hvergi hægt að fá...... held samt að Sillu-rödd hafi verið sú eina sem komst alla leið upp á 2.hæðina.........

Sævar, verðum að endurtaka ljúfu dagana einhvern tímann, ég er orðin allt of skipulögð og ég er farin að vakna klukkan 6 á morgnanna!!!!!!!!!!!!!!!!!

Sævar Jökull Solheim sagði...

Ertu eitthvað geðveik! það vaknar enginn klukkan 6 á morgnanna nema gamlir kallar sem geta ekki sofið!
Ég er greinilega búinn að vera allt of lengi í burtu!

Bibba Rokk sagði...

Já Sævar þú verður að drífa þig heim, ekki nóg með að ég mæti klukkan 6 á morgnanna heldur er ég farin að borða morgunkorn innan við 1x á dag, er komin niður í svona 3-4x í viku.................gengur ekki sko gengur ekki