miðvikudagur, júlí 06, 2005

Tilkynningaskildan

Halló, bara að láta vita að ég sé á lífi og tiltölulega heill heilsu... að helvítis þynnkunni undanskilinni sem orsakast af afmælisveislu sem ég var í í gærkvöldi hjá Branko þar sem bjór var drukkinn í óhófi.
Helgin var algjör snilld, í lest hélt ég til strandar vopnaður vindsæng, tónlist, bók og sólaráburði ásamt nokkrum evrum til að belgja mig út af fljótandi og föstu fæði. Ekki mikið meira um það að segja nema bara að þarna lá ég alla helgina og hafði það gott! Lenti í því að synda í sjónum við frekar óvejulegar aðstæður, en þær voru þannig að það rigndi eins og sturtað væri úr fötu, eldingarnar leiftruðu um himininn og þrumurnar dundu í fjöllunum í kring, en jafnframt var glampandi sól úr annarri átt og risa regnbogi lá yfir öllu... Já, þetta var furðuleg sundferð fyrir íslendinginn.
Fyrir utan þennan rigningaklukkutíma þá var veðrið ljómandi og ekki laust við að kallinn sé bara orðinn nokkuð sólbrúnn! :)
Næstu helgi er ég að fara í rafting... fer með tveimur strákum eitthvað upp í fjöll þar sem við gistum eina nótt... það verður vonandi gaman!
Á föstudaginn verð ég ekki lengur einn í íbúðinni... þá kemur einhver svissneskur gaur sem mun búa með mér... sem er bæði gott og vont þar sem það er auðvitað helvíti fínt að vera einn en jafnframt gaman að fá félagsskap, vona bara svo sannarlega að kauði sé skemmtilegur!

Er búinn að vera að fylgjast svolítið með Tour de France keppninni (loksins eitthvað sjónvarpsefni sem er ekki talsett með þýsku... því ógeðslega tungumáli!)
Það er bara verst að ég skil eiginlega ekkert hvað er að gerast? Í fyrradag var þetta eins og einstaklingskeppni, en í gær komu þeir allir í mark í liðum, svo eru einhverjar sérstakar treyjur fyrir sigurvegara hvers dags og þeim sem er í heildina fremstur... ef einhver getur upplýst mig eitthvað frekar þá væri það vel þegið.

Held ég segi þetta gott í bili, er hættur að vinna í dag (gerði nánast ekki neitt samt) og held ég fari bara heim að horfa á hjólreiðar og leggja mig smá...

saltkjöt og baunir... túkall

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kannski skýrir þetta eitthvað fyrir þér????

http://www.letour.fr/2005/TDF/LIVE/us/500/r1_enjeux.html

kv. Einar

Sævar Jökull Solheim sagði...

mmmm... nei, þessi lesning gerði mig eiginlega ennþá ruglaðri í ríminu :s
greinilega ekki mitt sport!

Nafnlaus sagði...

Ekki slæm leið að eyða helginni...
Fínt fyrir þig að æfa þig svo í þýskunni áður en svissneski gaurinn kemur!

Bibba Rokk sagði...

Mig langar í helgarferð á ströndina og fá mér smá brúnku. Þetta helv... brúnkukrem er ekkert að virka. Ertu að veiða einhverjar kjellingar?

Sævar Jökull Solheim sagði...

mmm já, svissneski gaurinn er nú reyndar frá franska hluta sviss þannig að græði nú lítið á að horfa á þýskar sjónvarpsstöðvar til að tala við hann... fínn drengur b.t.w.
Heyrðu... nei Bryndís, maður er bara laus við allt kjeellingavesen... En helgarferð á ströndina... það má redda því, áttu ekki smá aukavasapening til að kíkja? :)

Nafnlaus sagði...

Sá sem er í gulu peysunni, hann er vinna. En sá sem er í rauðu og hvítu röndóttu (held ég) peysunni hann er bestur á fjallaleiðunum.

Nafnlaus sagði...

Reynz átti síðasta comment, commenta drasl!