þriðjudagur, nóvember 28, 2006

RÚV

Það er ekkert flókið við þetta...
Það á bara að loka sjónvarpsdeild RÚV eins og hún leggur sig, og það strax!

10 ummæli:

Dillibossi Knúdsen sagði...

en hvað með að halda því út með fréttum.. annars er enginn góður fréttatími!!

Sævar Jökull Solheim sagði...

Mér finnst NFS fréttirnar ekkert síðri en RÚV fréttirnar... eiginilega betri ef eitthvað er.
Mér finnst reyndar voðalega heimilislegt að Hlusta á Boga Ágústsson lesa fréttir og svo koma stuðboltarnir í spaugstofunni á eftir... en mér finns ekki þess virði að borga mörg þúsund á mánuði fyrir einhverja nostalgíu tilfinningu

Dillibossi Knúdsen sagði...

Nei en þetta er spurning um samkeppni!! Bæði hvað varðar auglýsingatekjur og fréttaflutning, því það er of mikil eignarstýring á fjölmiðlum á Íslandi og hætta á að við sem almenningur fáum ekki að heyra allt, eða réttmætan fréttaflutning, og ekki viljum við að "veldið" sé okkar eina upplýsingalind!!

Sævar Jökull Solheim sagði...

Ég skil ekki af hverju fólk heldur að við myndum fá eitthvað einhliða fréttir ef Rúv fréttirnar myndu hætta, held að heiðarleiki og metnaður fréttamanna sé meiri en svo. Svo má nú líka lesa blöðin sem ekki eru í eigu viðkomandi aðila... og ef allt fer til fjandans (sem það myndi að sjálfsögðu ekki gera) þá gæti ríkið í versta falli rekið fréttastofu sem ætti einhvern útsendingartíma í sjónvarpsútsendingu einhverrar sjónvarpsstöðvarinnar, það ætti ekki að þurfa þunglamalegt ríkisbákn til að reka það.

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þið gleyma einum stórum punkti í þessari umræðu en það er auðvitað Besti þáttur sem hefur nokkurn tíman verið sýnur á skjávarpanum. "Desperate housewives"

Nafnlaus sagði...

Ég hélt að Valdi og Villi væru Mörður og Hannes!!

Sævar Jökull Solheim sagði...

hehe... já, það hefði kannski átt að bera þessa umræðu undir þá mörð og hannes :)
blessaður vertu simbi, hinar núverandi stöðvarnar eða nýjar stöðvar sem myndi myndast rúm fyrir við niðurlagningu RÚV yrðu ekki lengi að taka skítaþætti á borð við desperate houswives upp á sína arma.

Nafnlaus sagði...

Þetta er nátl, alveg rétt. Bara að borga Skjá 1 fyrir að vera með fréttatíma og Enska boltan og þá er um við öll í góðum málum.

Loka rúv í 1 snarhasti.

p.s. Boston leagal eru miklu betri þættir en Aðþrengdar eiginkonur

Nafnlaus sagði...

Frábær umræða, eins og alltaf á burri.blogspot.kömm... held samt að það sé best að láta Hannes og Mörð útkljá þetta mál... ef það er hægt?

Nafnlaus sagði...

Læt ekki draga mig út í svona vitleysu í miðjum próflestri, en vil koma því á framfæri að RÚV hefur alla tíð staðið sig vel hvað mér finst, ég meina...hvar væri Eurovísjón ekki væri fyrir rúvið! Og svona mætti lengi lengi telja :):):):)

skora á Þorlák/Bolllák að ganga í minn stað í rökræðunni...