
Á forsíðu fréttablaðsins í dag 9. nóvember er sagt frá því að Frjálslyndi flokkurinn mælist nú með ellefu prósenta fylgi undir fyrirsögninni
Frjálslyndir fimmfalda fylgið. Þar segir að Guðjón Arnar gleðjist yfir stuðningnum. Mbl.is og Vísir.is vitna í könnun fréttablaðsins.

Það skrýtna er að sama dag, á 6. síðu Blaðsins er hinsvegar sagt frá því að fylgi Frjálslyndra mælist nú 7% og þar með sé
flokkurinn að tapa helmingi kjörfylgis síns og formaður flokksins bendir á að “þeir hafi aldrei mælst hátt í könnunum”.
Skrýtið
Ný könnun ----------->
4 ummæli:
Í Fréttablaðinu var bara gerð könnun hjá íslendingum. Í blaðinu var líka tékkað á skoðunum erlendra ríkisborgara sem eru með kosningarétt. Held að það ætti að útskýra 4% muninn :)
gott gisk, er það ekki?
það finnst mér nú heldur skrýtið... but anyway... það útskýrir samt ekki hvernig flokkurinn fimmfaldar kjörfylgið með 11% en tapar helmingi kjörfylgis ef fylgið er 7%.
Ég er kannski bara svona mikill kjáni þegar kemur að stjórnmálum
Ég er svoldill pólitíkuss krakkar, málið er það að Könnunin hjá fréttablaðinu var gerð af IMG Gallúp í könnun sem kallast ánægjuvogin og hún tekur einungis mið af 47,347689% af svörum fólks og bætir síðan eigin skoðunum inní þetta. Blaðið aftur á móti tekur eingungis mark á könnunum sem gerðar eru fyrir að viðkomandi umræðuefni kom upp og það skýrir hvers vegna það mælist svona lítið fylgi hjá þeim. Ég er með þetta allt á hreinu sko...
Blaðið er yfirleitt bara með gamlar fréttir, byggðar á gömlum upplýsingum. Sjáðu bara íþróttasíðuna þeirra, hún er alltaf 1-3 dögum á eftir. Ég kann samt betur við niðurstöður Blaðsins, en ég er líka svo gamaldags.
Skrifa ummæli