föstudagur, október 28, 2005

Ef lífið væri einn sólarhringur

Ef lífið væri einn sólarhringur og klukkan er 12 á hádegi, laugardaginn 29. október 2005.

*Klukkan 4:15 í nótt gerðist sá merki atburður að ég, Sævar Jökull, fæddist.
*Rúmu korteri seinna var John Lennon skotinn
*Fæðing mín féll þó svolítið í skugga fæðingu Jesú krists fyrir 25 dögum
*Þegar ég vaknaði í morgun um klukkan 8 hljómaði “Livin´ on the edge” með Aerosmith í útvarpsvekjaranum en það var besta lagið að mati áhorfenda MTV
*Við morgunverðarborðið klukkan 10 höfðu MTV áhorfendur hins vegar skipt um skoðun og fannst þá “I wan´t it that way” með Backstreet Boys vera besta lagið.
*Ég söng með báðum enda sérlega morgunhress
*Með saltkjötinu í gærkvöldi var kjarnorkusprengjum varpað á Hirosima og Nagasaki
*Klukkutíma og 48 mínútum áður höfðu þjóðverjar ráðist inn í Pólland
*Vísindamenn eru nokkuð sammála um að jörðin er 154 milljóna ára gömul
*Rétt fyrir klukkan 11:24 eignaðist ég stórmyndarlegan nafna, rúmum þremur mínútum áður en jólaklukkurnar hringdu
*Það þýðir að hann er nýbúinn að halda upp á 36 mínútna afmælið sitt
*Á næstu tveimur tímum ætla ég að halda upp á afmælið mitt klukkan 12:04, 12:22, 12:40, 12:58, 13:16, 13:34 og 13:52. Gjafir og blóm eru æskileg
*Eftir 3 mínútur og fjörtíu sekúndur kem ég til Íslands
*Það tók þig um 0,008219 sekúndur að lesa þessa bloggfærslu
*0,01233 sekúndur ef þú ert lesblind(ur)

Það held ég nú

6 ummæli:

Fanny sagði...

Leyst vel á að þú sért að koma heim eftir 3 mín og 40 sek. Count down núna.

Nafnlaus sagði...

Þetta var nú ein af sýrðari bloggfærslum sem ég hef lesið :)

Matthias

Nafnlaus sagði...

Ég veit um góðan sálfræðing sem getur hjálpað þér Sæbi minn

Bibba Rokk sagði...

Bíddu - samkvæmt þessu áttu að vera kominn heim. HVAR ERTU SÆVAR, ÉG FINN ÞIG EKKI.

ps. geggjuð færsla og vildi láta þig vita að við unnum annan leik og erum í 2-4 sæti í deildinni :)

Nafnlaus sagði...

Hvar stalstu þessari snilld? Eða verður maður bara svona klár að búa í Norge? ;)

Sævar Jökull Solheim sagði...

ég er nú pínu klár þú skilur... annars þarf bara pínu útreikninga og smá tíma... ég hef nóg af honum þessa dagana :)