laugardagur, október 22, 2005

músík

Ég á það til að fá algjört æði fyrir einhverri plötu, þ.e. ég kaupi mér eða downloda disk og fer sá diskur ekkert úr spilaranum næstu daga, vikur eða jafnvel mánuði.
Ég er svo gríðarlega heppinn þessa dagana að vera gjörsamlega húkkt á 3 plötum! Ég ætla ekki að vera með neina plötugagnrýni hérna en vil samt segja ykkur frá þeim ef ykkur vantar hugmyndir af músík til að kaupa... eða downloda (fyrir glæpamennina)

1. Sigur Rós - Takk
Hvað getur maður sagt! Það elska allir Sigur Rós og ég er engin undantekning. Skellið "Takk" á fóninn, setjið heyrnartólin í samband, hækkið vel og svífið inn í annan heim! Dásamlegt

2. Starsailor - On the outside
Þessi plata kom út á mánudaginn sl. Frábært verk hér á ferð sem ég á líklega eftir að hlusta svipað mikið á og "X&Y" með Coldplay... semsagt ótrúlega mikið! Tvímælalaust þeirra besta plata! Magnað helvíti

3. Mew - Frengers
Síðast en svo sannarlega ekki síst er það nýjasta afurð dönsku hljómsveitarinnar Mew. Þetta er algjört snilldar band! frábær músík með dásamlegum söng. Klárlega mitt uppáhalds band þessa dagana og ég hlakka til að fara að gúffa í mig eldri verk þeirra. Náið ykkur í eintak... NÚNA!

Jamm... þarna eru 3 stykki sem fá öll mín bestu meðmæli... og hananúh!

7 ummæli:

Sævar Jökull Solheim sagði...

Frengers er reyndar næst nýjasta plata Mew... sem er mjög gott, þá get ég hellt mér í þá nýjustu mjög fljótlega

Nafnlaus sagði...

Sæll Sævar,
Ætlaði einmitt að fara að leiðrétta þig með Mew plöturnar :)
Mew And The Glass Handed Kites heitur sú nýjasta og er víst mjög góð. (hef ekki hlustað á hana sjálfur) Getur lesið smá um hana hérna og hlustað á byrjunina á lögunum. http://gaffa.dk/anmeldelser/view.php/mreview_id=29706/artist_focus=19116

Matthías

Fanny sagði...

Músík, blúsík.. Er ekki orðið leiðinlegt í Norge? Komdu heim. Skal elda eitthvað ofboðslega gott og þú mátt ráða hvað er í matinn í heilan hálfan mánuð ef þú kemur heim bara undir eins ;) Annars bið ég að heilsa Kristine :þ

Nafnlaus sagði...

Ég verð nú að viðurkenna að ég er því miður ekki nógu mikið inní þessari músík :/ verð að fara kíkja á þetta.

Sé þig í Norge. Aílir!

Nafnlaus sagði...

Sæll gamli. Helduru að ég hafi ekki mætt Barða og Helga Frey í leit að opnum bar klukkan hálftvö í nótt hehe alltaf samir við sig :)
En allavega þar sem ég þykist vita að þú sért mikill maður eyrnakonfektsins þá mæli ég með að þú verðir þér úti um plötuna Noah's Arc með Coco Rosie. Virkilega súr en alveg mögnuð í headphones fílingin. Mæli sérstaklega með lagi númer 2 "All thoze beautiful boys"
Brjálaðar raddir á þessum systrum.
Hilsen til Norge

Sævar Jökull Solheim sagði...

Það er nú svo stutt í að ég komi heim fanný að þú getur alveg byrjað að elda bara... maturinn verður ekki einu sinni orðinn kaldur þegar ég kem!

Heheh... glæsilegir þeir frændur mínir Barði og Helgi!
En já, ég tékka á þessari plötu, er þetta nokkuð einhver yfirlýsing frá þér að halda sérstaklega upp á lagið "All thoze beautiful boys" :p

Nafnlaus sagði...

Ég veit nú ekki með Sigur rós...er ekki alvega að fíla tónlistina þeirra...en það er bara mín skoðun. En hafðu það gott þarna í Norge..
Kv. Kata