miðvikudagur, október 12, 2005

God save the queen

Hver hefur ekki velt því fyrir sér hvað hann ætlar að verða þegar hann verður stór. Í dag hef ég ekki hugmynd en það er gaman að því hvað vinir mínir eru búnir að stela mínum hugmyndum um framtíðarplönin í gegnum tíðina...

-Tveir vinir mínir hafa starfað sem lögreglumenn
-Fjöldi vina minna eru og hafa verið sjómenn
-Vinur minn er flugmaður
-Vinur minn er slökkviliðsmaður
-Fullt af vinum mínum eru lögfræðingar eða að læra það
-Enginn vina minna er ruslakall

Var svona að velta þessu fyrir mér þar sem ég þarf alvarlega að fara að pæla í því hvað maður á að gera þegar maður kemur heim í janúar... veit bara ekkert hvað ég á að gera... allar hugmyndir vel þegnar
Kannski ég velji bara eina drauminn sem vinir mínir hafa ekki uppfyllt, þ.e. ruslakallinn.

Jæja... nú liggur leiðin næst til Englands... nánar tiltekið á fótboltaleikinn Liverpool-Blackburn. Svo auðvitað skoðar maður eitthvað annað áhugavert í Liverpool líka, er ekki skylda að skoða bítlasafnið og eitthvað? hmmmm...
Í næstu viku verður maður svo bara kominn í faðm fjölskyldunnar í Noregi... loksins!

mig langaði rosa mikið til að kommenta á bloggin hjá Fanný og Matthíasi en sá fram á of löng svör til að hafa tíma til að skrifa þau :s

Þar til í næstu viku
Sævar ruslakall

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mig mynnir að Garðar Guðna hafi verið og sé ruslakall í Nesk/Fjarðabyggð... voruð þið ekki alltaf ágætis félagar? :)

Nafnlaus sagði...

Langaði þig aldrei að verða kafari eða strætóbílstjóri??

Bibba Rokk sagði...

Síðan er Halla vinkona mín og ég held að hún teljist nú alveg kunningi þinn - hún vinnur sem rusla "kelling" á sumrin........

Nafnlaus sagði...

Ruslakall...hmm jamm..alveg örugglega fínt starf :)

Fanny sagði...

Það er hugurinn sem skiptir máli. Þú getur svo bara commentað þegar þú getur chillað ó No(r)way ;)

kv. Fanný.

P.s. Ég fattaði No(r)way brandarann sjálf;)

Dillibossi Knúdsen sagði...

Ég held að ruslakarl sé bara fínasta staf... veist allavega að það er erfitt að fá það starf á sumrinn (kunningi minn vara að reyna það og honum var sagt að bíða bara næstu 2 árin) þetta er nebblega skrambi vel borgað, með lítinn vinnutíma og svo hin fínasta líkamsrækt!!

Nafnlaus sagði...

Hefurðu ekkert pælt í því að gerast íslendingur ... eða svona allavega fara að íhuga það alvarlega?

Nafnlaus sagði...

Var á Utsiru í heilan mánuð rétt hjá Karmöy og Koppervik en sá aldrei mömmu þína þó ég notaði sjónauka...Ef leið þín liggur um Bergen kemurðu til mín í gulrótarköku...Sem Ingþór bakar.

Nafnlaus sagði...

Úfff dreymdi þig aftur...ætla vona að það sé í lagi með þig! Sem betur fer ekkert dirty...bara ég að fagna þér að vera kominn til Íslands...þetta er nú meiri þráhyggjan ;)
Velkominn til Norge og bið að heilsa í Koppervik!

Fanny sagði...

Vá klukkan er hálf fimm að nóttu til og ég þyrfti svo að búa með viðskiptafæðingi núna :þ
Er að gera hagfræði verkefni,, excel very so much fun.

Takk fyrir póstkortið. Ég sendi þér þitt kort beinustu leið, strax ;)