mánudagur, október 10, 2005

Stansted

Veit einhver hvort Stansted flugvollur i London se opinn allan solarhringin? T.e.a.s. hvor madur geti komid thar seint um kvold, eytt thar nokkrum klukkutimum og flogid thadan morguninn eftir?
help plz!!!

5 ummæli:

Doppa sagði...

Já, já Stansted er opinn alla nóttina. Það er fullt af skemmtilegu fólki sofandi út um allt á gólfinu og allsstaðar þar sem er pláss. Mundi samt kaupa mér mat og svona til að hafa, kannski góða peysu til að hafa yfir sig og ekki væri verra að hafa með sér kodda.

Stansted rokkar á næturnar!!!

Nafnlaus sagði...

Sæll gamli, hvað er verið að þvælast núna??? Allt gott að frétta að heiman, það er að komast mynd á þetta hjá manni. Passaðu þig á kvennfólkin þarna úti, ég hef heyrt að meðlagsnefndin þarna í svartfjallalandi sé mjög hörð að rukka, hehe. Kveðja af klakanum Gaui

Sævar Jökull Solheim sagði...

Frábært, takk fyrir það Doppa! :)
Þá get ég sloppið við að vera eitthvað að eltast við hótel eða gistiheimili fyrir örfáa klukkutíma! hlakka til að rokka á stansted heheh...
(Þess má geta að ég er að fara á Lost childern (eða utracone dzieci eins og hún heitir á pólsku :) á eftir, einungis vegna meðmæla frá þér ;)

Jæja... gott að það sé að komast mynd á hlutina hjá gaua. Blessaður vertu... flúði frá svartfjallalandi áður en meðlagsnefndin náði að taka niður nafn og kennitölu hjá mér :p

Nafnlaus sagði...

Náðu þér bara í sæti eins fljótt og þú getur á flugvellinum það getur verið mjög fjölmennt þarna á nóttunni. Hef sofið á þessu gólfi og mæli eindregið gegn því! Dugar samt alveg ;)

Doppa sagði...

Gott að heyra að kvikmyndaáhugi minn og mannréttindamyndir eru að skila sér út í hópinn!! Ég myndi segja góða skemmtun, en það er kannski ekki alveg viðeigandi þegar farið er á mynd sem þessa. En góða skemmtun á Stansted ... þú átt örugglega eftir að hitta fullt af skemmtilegu fólki.