fimmtudagur, október 20, 2005

leti hreti feti éti breti

ja hérna hvað letin er að drepa mann...

-ætlaði að vera duglegur að blogga þegar ég kæmi til noregs...
-neibb... ekkert hefur gerst fyrr en þessi litla færsla kom til sögunnar, en hún kom svona rétt til að friða mannskapinn, hef verið að fá allt of mikið af kvörtunarbréfum frá aðdáendaklúbbum síðunnar víða um heim.
Lofa þó að þetta standi til bóta á næstu dögum!

-Ætlaði að setja inn gommu af myndum...
-neibb... ekkert hefur gerst ennþá, myndirnar eru þó komnar inn á tölvuna sem er skref í rétta átt!
Vona að þetta standi til bóta á næstu dögum!

-Ætlaði að minnsta kosti að setja nokkura vikna óhreinan þvott í þvottavélina
-neibb... ekkert hefur gerst ennþá, bremsufarið í brókinni minni líkist spólfari á H-planinu eftir (sp)Óla Magg á heavy tjúnuðum amerískum 600 hestafla ford á 17 tommu low profile dekkjum á grásanseruðum krómfelgum, kítti allan hringinn, dökkt í rúðum, Prodigy í botni og Breezer í hönd.
Vona að þetta standi til bóta á næstu vikum!

6 ummæli:

Bibba Rokk sagði...

Gaman samt að heyra að þú sért á lífi og takk fyrir öll póstkortin :)

Nafnlaus sagði...

Sér mamma þín ekki um svona þvottavesen núna?;)

Sævar Jökull Solheim sagði...

jújú... það þarf samt að taka þetta helvíti upp úr töskunum og svona... helvítis vesen

Nafnlaus sagði...

Óli Magg klikkaði aldrei á spólinu ! Hann má eiga það góurinn ! :)

Nafnlaus sagði...

þetta var halldóra

Nafnlaus sagði...

Bíðum eftir heimsókn........... bíð.....bíð.....bíð.....bíð..... (sendu mömmu þinni afsökunarfaðmlag og bakaðu köku handa henni frá mér)