miðvikudagur, nóvember 02, 2005

jammm....

Lítið um blogg = lítið að frétta

Kannski helst að hlunkurinn dreif sig af stað og keypti sér kort í líkamsræktarstöð... svo er bara að vona að maður endist, geri ekki eins og Óskar Sturlu sem keypti sér kort í líkamsrækt, mætti svo u.þ.b. tvisvar sem gerði það að verkum að hver tími kostaði að meðaltali mörg þúsund kall. Mikill snillingur hann Óskar.
Ég keypti mér reyndar ekki kort í líkamsræktarstöð með fullt af fínum tækjum og tólum með innbyggðum einkaþjálfara, þremur skvass völlum, tveimur nuddpottum, salatbar Ágústu Johnson & Johnson í andyrinu, friends þættina á repeat á tuttugu sjónvarpsskjám, Eric Prydz tónlistina til að halda taktinum, og fullt af myndarlegum og vel vöxnum stúlkum á næsta æfingartæki. Onei, þetta er sko hard core, fékk mér kort í sal þar sem tækin eru hvorki með play né start-takka, hvað þá rauf til að stinga einkaþjálunarkorti í. Bara beisik tæki og svo frjáls lóð! Allir sem þarna æfa eru helmassaðir guttar (að sjálfsögðu fyrir utan mig) sem hafa líklega lítið gert síðust fim árin en að lyfta lóðum og þamba prótein (og öll hin kraftaefnin sem ég þekki ekki) drykki. Í tveggja milljóna vatta hátölurunum (sem virðast btw alltaf vera í botni) eru Rammstein og Rocky I, II og II soundtrack á repeat & shuffle. Já, þetta er alvöru... og niðurstaðan er sú að ég er helaumur í öllum líkamanum, harðsperrur dauðans... en þetta er gaman og ég þakka Matthíasi frænda fyrir góð ráð!

Annað sem vert er að segja frá... jú, haldiði að maður sé ekki byrjaður í hljómsveit. Svosem ekkert óvenjulegt við það nema kannski að ég spila á bassa í hljómsveitinni. Bandið varð náttúrlega helmingi lélegra eftir að ég byrjaði að spila með þeim enda töluvert langt frá því að hafa getið mér gott orð sem bassaleikari... en hvað um það, drengirnir sáu þarna gott efni, sem ég klárlega er og er stefnan tekin á að taka þátt í rokkkeppni 21. des. Það verður stuð! :) Ætla að vera búinn að æfa mig ofboðslega mikið þá, enda þurfum við bara að spila tvö lög þannig að það ætti alveg að reddast.

segjum það í bili

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Massastuð í Norge!!! Megatónlistamaður með vöðva...held þú klikkir ekki á hösslinu þannig ;)

Sævar Jökull Solheim sagði...

nei, ég held einmitt að þetta geti ekki klikkað sko :)

Nafnlaus sagði...

Bærilegt! Ég mæti á rokkkeppnina og jafnvel með þér í ræktina líka! Sjáumst.

Sævar Jökull Solheim sagði...

Það líst mér vel á Ólafur Arnar!!! :)

Bibba Rokk sagði...

Sævar, ég trúi þessu ekki, er búið að plata þig í þetta heilsuátak líka, ætlaru kannski að fara að borða þykjustu duft mat í hverja máltíð og hætta að drekka? Hvað varð um morgunkornamegrunina?

Sævar Jökull Solheim sagði...

já... plataði eiginlega sjálfan mig út í þetta...
og... ehhh... já, var að panta mér þykjustu duft líka :/
en hætta að drekka... engar áhyggjur, það verður ekkert á næstunni, hvað þá að hætta að borða morgunkorn í góðra vina hópi! :)

Roberto Iza Valdés sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...

jaja.. en við skulum alveg hafa það á hreinu að ég mætti í þrjá tíma.. og fannst þeir bara alveg hafa verið peninganna virði og er bara mjög sáttur við þetta átak sem maður tók þarna í gamla daga..
kv. Óskar