fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Myndir

Ég tók mig til og vann það þrekvirki að setja inn 764 myndir á myndasíðuna og kommenta á margar... sem er auðvitað allt of mikið af myndum og nær ógjörningur að komast yfir allt þetta magn.

En allavega, ykkur er velkomið að sjá það í myndum hvað á daga mína hefur drifið síðastliðna mánuði... og ef þið hafið e-ð skemmtilegt að segja þá er hægt að kommenta á myndirnar :)

Ætli það komi svo ekki bara noregsmyndir inn bráðlega... svei mér þá dugnaðurinn.

(þess má líka geta að þegar það kemur ... (þrír punktar) eftir fyrirsagnirnar á myndunum þá stendur eitthvað meira um þær. Svo ef það koma flottar myndir þá er hægt að smella á "Get original uploaded photo" og þá verður hún rosa stór og fín :)

Góða helgi

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Snilld!! Er reyndar ekki búinn að skoða allar myndirnar... ennþá.

Bibba Rokk sagði...

Ég geri fastlega ráð fyrir því að ég komist yfir allar þessar myndir þegar ég á að vera að læra fyrir próf :)

Fanny sagði...

Þú ert svo klár... Brilliant myndir af fótboltaleiknum.
Að sjálfsögðu náði naglinn að veiða í London baby jeahhhh

Nafnlaus sagði...

Líka allt í lagi að taka fram hver keypti myndavélina þína og flutti hana inn fyrir þig...

En vissiru að þú getur selt myndirnar þínar á á myndasíðunni. Þrælsniðugt, ef einhver kaupir þá leggst bara sjálfkrafa á visa kortið þitt. Ég er búinn að stórgræða á þessu

Sævar Jökull Solheim sagði...

Já... þess má geta að Vilhelm nokkur Harðarson var svo indæll að kaupa fyrir mig myndavél í ameríku.
http://villi.blogdrive.com

Djöfulsins kjaftæði að þú hafir grætt á því aå selja myndir drengur!

Nafnlaus sagði...

Hmmm ég þarf nú bara að taka mér frí í vinnunni einn dag til að skoða myndirnnar...hmmm eða bara gera það í vinnunni ;) Stefni á að hringja í þig í vikunni...hvenær er karlinn laus?