mánudagur, nóvember 14, 2005

Íslenskt popp

Búinn að vera að hlusta á nokkrar íslenskar poppplötur á tónlist.is

Þær sem vert er að nefna: (ófagleg gagnrýni að vanda)

Nýja Sálarplatan, klárlega ekki þeirra besta verk en þeir standa nú bara alltaf fyrir sínu blessaðir og mörg fín lög á þessum disk og textarnir góðir eins og oftast. Sagt er að þeir leiti öðru fremur uppruna síns á þessum disk... ekki veit ég hvurn djöfulinn það þýðir nú. En mæli alveg með "Undir þínum áhrifum" og gef þeim 4 í einkunn.

Írafár gaf út samnefnda plötu. Ég gengst fúslega við því að kallast Írafár aðdáandi. Samstarf þeirra Vignis og Þorvalds bjarna skilar sér í virkilega góðum lögum sem gerir bandið tvímælalaust að besta poppbandi landsins. Ég hef verið nokkuð hrifinn af diskum þeirra hingað til en held svei mér þá að þetta sé sá besti. Ég held að allir sem eru núna að hugsa "piff... hlusta ekki á svona gelgjutónlist" ættu að gefa þessum disk séns og hlusta á hann einu sinni... þau eru nefnilega ekki ennþá að spila því að ég hef fingur því ég vil bara vera ég, vera ég sjálf.
5 í einkunn... ekkert svo langt frá sexunni!

æ... það er eitthvað við skítamóral sem gerir mig svo helvíti hressan! Ekki það að þetta sé eitthvað sem maður setur á fóninn þegar maður vill hlusta á gæðamúsík, heldur kunna þeir bara að gera lögin sín eitthvað svo skemmtileg og maður verður glaður og langar jafnvel til að sturta í sig kippu og fara á djammið :)
Neikvæður punktur að Einar Ágúst sé ekki lengur með þeim en ég gef "má ég sjá" samt glaður 4 í einkunn og set diskinn á í næsta partýi.

Bubbi stendur að sjálfsögðu undir væntingum og gefur ekki út eina leiðinlega plötu heldur tvær. Ég hef nú ekki verið mikið fyrir Bubba í gegnum tíðina (það hefur ekkert með fordóma mína gegn sköllóttum að gera) en hann hefur átt sína góðu spretti en hann sýnir undantekningalítið þá spretti ekki á þessum plötum, "fallegur dagur" er ein af fáum undantekningum á leiðinlegu og allt að því barnalegu gauli.
Splæsi nú samt á hann óverðskulduðum 2, einn í einkunn fyrir hverja plötu.

3 ummæli:

Fanny sagði...

Brilliant gagnrýni. Er persónulega komin með svo miklu meira en nóg af henni Birgittu Haukdal

Dillibossi Knúdsen sagði...

Takk fyrir þessa mögnuðu gagnrýni.. var einmitt búin að velta því fyrir mér hvort það væri þess virði að kíkja á nýja Írafár og Skímó diskana.. en nú veit ég það.. er nebblega líka sökker fyrir Írafár.. en uss.. ekki segja neinum!!

Nafnlaus sagði...

Nokkuð sammála þessari gagrýni, og þá helst þessu með bubba:)
En svona for the record; Þegar ég segi að ég hafi ekki gefið númerið mitt þá þýðir það að sjálfsögðu að ég hafi gert það. Þannig að það er aldrei að vita nema þú fáir lánaðann símann minn :)