þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Hann á afmæl´í dag!

Í dag, þann tuttugasta og annan nóvember á burri afmæli... og er hvorki meira né minna en tveggja ára.

Síðan var stofnuð á miðju próflestrartímabili árið 2003 í þeirri von um að finna sér eitthvað að gera... eitthvað allt annað en að læra fyrir próf. Eitthvað sem flestir námsmenn þekkja.
Nafið burri... það kom algjörlega upp úr þurru enda breytti engu hversu asnalegt það var, það var hvort sem er ekki gert ráð fyrir því að skrifa meira en 2-3 færslur...

En í dag, 219 færslum seinna er burri orðinn tveggja ára og heimsfrægur. Það mætir enginn til vinnu án þess að hafa lesið burra, nema sá hinn sami ætlar að verða eins og hálfviti í kaffipásunni þegar allir eru að tala um síðustu burra skrifin.
Algengasti "Ice-braker´inn" er nú orðinn "lastu það sem stóð á burra í gær" og datt "það er fína veðrið" því niður í annað sætið.
burri er verðskuldað tilnefndur til íslensku vefverðlaunanna 2005 í flokkunum Besti íslenski vefurinn, Besti einstaklingsvefurinn, Besti afþreyingarvefurinn og Besta viðmóts- og útlitshönnunin.

Það lesa allir burra, því burri er fyrir alla og óskar hann sjálfum sér innilega til hamingju með árin tvö. Húrra húrra húrraaaaa

17 ummæli:

Sævar Jökull Solheim sagði...

skoh! útlendingar eru líka vitlausir í síðuna

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið karlinn minn ;) Pottþétt uppáhaldssíðan mín!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju Burri!

Nafnlaus sagði...

það er samt eiginlega soldið slæmt með svona börn. Síðan hefur þroskast en þú hefur hrörnað :)
kv. Óskar

Bibba Rokk sagði...

Til hamingju með afmælið :) ég les alltaf Burran um leið og ég fæ mér síðdegiskaffi (ég sef á morganna)

Nafnlaus sagði...

Til hamingu með daginn burri:) lagið er komin í spilun og er bara mjög flott...en það suckar big time að við vorum ekki fengin til þess að syngja með:( fáum kanski að vera með eftir 20 ár þegar þriðja útgáfan af laginu kemur...
kveðja silla formaður sameinumst hjálpum þeim klúbbsins;)

Fanny sagði...

Til hamingju með daginn félagi.
Herbergið þitt verður klappað og klárt fyrir 20. des.
Vona að þú komir 20. des og 4 mínútum betur. Verð reyndar í mexícó en gott að vita af þér heima ;)

Sævar Jökull Solheim sagði...

Takk fyrir kveðjurnar! :)

Eftir 20 ár Silla, þá segjum við ´nei takk´ við boðinu, ýkt móðguð.

hmm... 22 jan er nú reyndar nærri lagi fanný, en hvurn djöfulinn ertu að fara að gera í Mexico???

Nafnlaus sagði...

nákvæmlega eftir 20 ár...ó nei við höfum sko meira stolt en það.... eða er það ekki:)???
Bara leiðinlegt fyrir þau að hafa okkur ekki með. Við getum náttúrulega tekið þetta bara í okkar hendur og gert það ennþá flottara. Ég meina hver þarf birgittu haukdal og félaga... en eitt er klárt þegar við ráðumst á þetta stóra verkefni þá verður að læsa bibbuna inni því hún er ekki sú besta sönglega séð...hahaha!!! En þá koma kannski í ljós stjórnunarhæfileikar hennar og hún kemur okkur í fyrsta sætið og allir gleyma þessu svokallaða "landsliði"

Yfir og út
Matta markaðsstjóri Sameinumst hjálpum þeim klúbbsins kveður!

Nafnlaus sagði...

já birgitta haukdal og jónsi hvað.... fúlt líka að bubbi og eh fleiri held ég hafi fengið að vera með AFTUR..aðeins of mikið af því góða þar! en við segjum bara hátt og snjallt NEI eftir 20 ár. spurning um að gefa kanski bara út coca cola lagið upp á nýtt;)
kveðja silla formaður

Sævar Jökull Solheim sagði...

hmm... já eða "we are the world, we are the children, we are the..."
Annars væri nauðsynlegt Matta að leyfa bibbunni að blístra með, eftir að hún sló eftirminnilega í gegn með því hjá Hemma! :)
"búum til betri heim ´blístr´ sameinust hjálpum þeim ´blístr´" held eg að það sé nú fínt og vænlegt til vinsælda.

Kv. Sævar húsvörður

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið vinur ;) Hafðu það bara gott ;)
Kv. Kata

Nafnlaus sagði...

ó mæ ég sé þetta alveg fyrir mér..búum til betri heim´blístr´
já það er spurning að ganga bara alla leið og massa kóka kóla lagið. Við prófum að syngja það þegar þú kemur á klakann og ef til vill mun það hljóma eins fallega og hjálpum þeim!! Hver veit?
og ég er alveg sammála sillu sóló að er þetta ekki full langt gengið að bubbi fær að vera með 2svar, ég meina kommon!
mm

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með 2 ára afmæli síðunnar, alltaf gaman að lesa bloggið hjá þér:)
kveðja Stína

Bibba Rokk sagði...

Já já, ég viðurkenni það að ég er ekki sú besta þegar kemur að söngnum, en ég er strax komin með flottar hugmyndir þegar við gefum út lagið, Sko í fyrsta lagi tek ég bara smá trompet sóló í staðinn fyrir sönginn, er alveg mellufær á trompetinn og á hann meira segja en þá, auk þess sem það er alltaf eitthvað tilkomumikið og hátíðlegt með trompet.

Síðan er alveg MÖST að gefa út lagið í enskri útgáfu líka, sigrum Ísland á aðeins 1-3 dögum þá förum við og rúllum þessu upp erlendis og getum gefið miklu meiri peninga til hjálparstarfa heldur en þetta pakk sem fær að vera með í 2x.

Síðan förum við sjálf út og afhendum þessa peninga og hjálpum til við að byggja brunn og skóla og alles :)

Ehaggi?

Sævar Jökull Solheim sagði...

...og fyllum brunnana með bjór og hrynjum í það :)

En... já... það er rosa frábær hugmynd að bæta trompetsóló inn í lag þar sem nú þegar er með trompet sóló! Fleiri svona hugmyndir og þú verður rík!

Bibba Rokk sagði...

Hey - ég veit það er trompet sóló - en sko núna fæ ÉG að spila það, fyrst ég fæ ekki að syngja