fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Ef eg væri ríkur... dararrararara


Keypti þennan seðil (stækkanlegt með því að smella á myndirnar) í Belgrad í sumar en hann er frá þeim tímum þegar verðbólgan í Júgóslavíu fór sem hæst og er þessi seðill í heimsmetabók Guinnes fyrir hæstu peningaupphæð prentaða á seðil.
Ekki leiðinlegt ef þessi seðill væri í gildi í dag... 500.000.000.000 kall, mætti nota það í ýmislegt, þótt það hafi nú ekki dugað fyrir meiru en nokkrum brauðhleifum hér í denn.

En að öðru...

Ef ykkur hefur einhverntíman dottið í hug að þið eyðið of miklum tíma fyrir framan sjónvarpið... tékkið þá á síðustu bloggfærsluna hjá þessum og ykkur mun aldrei líða þannig framar! :)
Þetta er semsagt mjög skemmtilegt blogg hjá Einari bróður, sem mætti reyndar alveg bæta kommentakerfi inn á síðuna sína!
(Ert ekki einn lengur, verður að fara að skrifa e-ð reglulega! :)
híhíhí.... hann verður rosa glaður með þessa kynningu! :p

Talandi um nýjar heimasíður... þá er Draupnirinn kominn með nýja síðu. Svo er bara að vona að Draupnismenn og aðrir verða duglegir að láta þar í sér heyra!!

Bless kex og góða helgi

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir að birta þessa mynd af mér opinberlega. Umheimurinn þarf að vita hversu mikil prinsessa ég er!

Nafnlaus sagði...

ó mæ ó mæ...nú máttu vera feginn að vera ekki staddur á klakanum. Helduru að þátturinn okkar í það var lagið verður ekki sýndur í kvöld:) Fyrri þátturinn er í kvöld og ég er komin með nettan fiðring í magann því við vorum kannski að skemmta okkur aðeins of vel...hahahahah!!!!
Kveðja Matthildur stuðbolti:)

Sævar Jökull Solheim sagði...

hehe... djöfull er ég sáttur við að hafa komið mér fyrir útí horni í salnum. Vil samt fá skýrslu hvernig við komum út á skjánum... hvort myndavélin bæti í alvöru á mann 5 kílóum :p

Nafnlaus sagði...

læt þig vita...annars er búið að vera stríð hjá fjölskyldunni minni um hver fær að horfa á hvað....helvítis fótbolti á sýn alltaf!!! En ég held svei mér þá að ég sé að vinna þetta stríð;) og nú er bara að krossa puttana að ég sé ekki í mynd:)
kv Matta

Sævar Jökull Solheim sagði...

:) þá er kannski bara betra að setja á boltann á sýn

Nafnlaus sagði...

Heheee Matthildur stjórnar þú ekki á þínu heimili, hvernig er það eiginlega?
Ég horfði ekki á allan þáttinn en Matthildur þú sást lítið og ég sá hálft andlitið á þér Sævar ;) Bryndís var hins vegar alveg í action sko!

Nafnlaus sagði...

jú Heiða mín ég stjórna klárlega á mínu heimili enda fékk ég að horfa á þáttinn....fótbolti ó nei;) Já mér til mikillar gleði sást ég lítið en það er rétt að bibban var í mynd allan tímann og flautaði eins og hún ætti lífið að leysa:) Sillan sönglaði alveg út í eitt en það var svo sem ekki við öðru að búast:) Sævar við komuum út úr þessu með mikilli reisn...hahaha!!!
kv matta

Bibba Rokk sagði...

Djöflsins anskotans og ég missti af þessu. En mamma tók þetta upp og Sævar - ég sendi þér eintak ;)
Fékk nokkur sms á föstudagskvöldið þar sem mér var tilkynnt um að ég liti bara vel út í TV.....spurning hvort maður trúi því?????