föstudagur, september 12, 2008

Vondulagakeppnin

Haldið þið að frumraun hljómsveitarinnar Mono, lagið við tvö, hafi ekki bara rústað vikulegri vondulagakeppni í þættinum harmageddon á X-inu. Tókum þar hljómsveitina Dans á rósum í bakaríið... geri aðrir betur!

Það má hlusta á þáttinn hér: http://tinyurl.com/3jscbo en vondulaga keppnin hefst uppúr 01:13.
Gott veganesti þetta... þökkum þeim sem kusu :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Engin skömm af þessu - Flest lög hefðu nú sigrað þetta prýðilega lag með Dans á rósum í vondulagakeppni.

Ef þið hefðuð hins vegar sigrað Góðulagakeppni á X-inu, þá væruð þið að gera eitthvað rangt :)

...svo fenguð þið líka stefgjöld fyrir þessa spilun...

Ykkur finnst þetta samt kannski ekkert broslegt... Ég er t.d. enn mjög sár yfir dómi Dr. Gunna í mogganum eftir músiktilraunir þar sem hann sagði að eitt lagið okkar væri lengra og leiðinlegra en allt of langa lagið með Óðmönnum.

kv. Einar Solheim

Sævar Jökull Solheim sagði...

Enda erum við ekkert nema sáttir við titilinn.

hahaha... lengra og leiðinlegra en allt of langa lagið með Óðmönnum... djöfull hefur þetta verið leiðinlegt lag! :)