fimmtudagur, nóvember 27, 2008

Útvarp Saga

Á leiðinni heim frá því að horfa á góðan sigur Liverpool í meistaradeildinni á Classic kveikti ég á útvarpi sög, eins og ég geri svo oft. Þar var viðtalstími hjá Sigurði G. Tómassyni. Roskinn maður hringdi inn og hóf samtalið svona: "Sigurður, ég mátti til með að rífa í tólið þegar ég heyrði í honum Birni Bjarna hérna áðan."
Í einfeldni minni hló ég alla leiðina heim

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Reif í tólið... var það einhver diskur í "reif í" röðinni. Þetta minnti mig líka á þessa grein hjá baggalút

http://www.baggalutur.is/skrif.php?id=1501

Guðgeir

Jón Knútur Ásmundsson sagði...

Sæll! Þetta minnir mig á gamla símahrekkinn sem maður gerði fyrir tíma símnúmerabirta:

Hringhring...

Já, halló?

Já, sæll. Heldurðu um tólið?

Ha?

Heldurðu um tólið?

Uuuu...já.

HVA, ERTU AÐ RÚNKA ÞÉR, HELVÍTIS PERVERTIÐ ÞITT!

Kv.

Jón.

Sævar Jökull Solheim sagði...

hahahah... klassískt! :)