föstudagur, apríl 18, 2008

If you hit the treadmill a little more you'd be at the front

Það er kominn föstudagur á þessu... og það dregur til tíðinda því Ásgeir er væntanlegur í brekkuna í bjór í kvöld, velunnurm ásgeirs er að sjálfsögðu opinn aðgangur...
Það verður víst horft á úrslitaþáttinn hjá Bubba... hef séð voðalega lítið af þessu... held samt að ég haldi aðeins meira með dökkhærða gaurnum, þar sem söngur hins er aðeins of líkur söngi Péturs 'Jesús' og í hvert skipti sem ég heyri hann syngja þá hugsa ég alltaf: "já helvíti flott... næstum því jafn flott og ef Pétur hefði sungið þetta".
En annars er mér skítsama... væri til í að fá þessar 3 milljónir, ekki þykjast þeir hafa áhuga á þeim.

vantar gott orð sem rímar við sól

Þessi er svakalegur!

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gól,
Hól,
hjól,
kjól,
kór,
bjór.

kv. Óskar

Nafnlaus sagði...

miðað við myndbandið væri rímið við sól bara orðið ól... sbr. hundaól.
Hins vegar er alltaf gott að vita í hvaða samhengi orðið ætti að vera :)

kv.
Margeir

Nafnlaus sagði...

Óskar er með þetta....

Kom hressilega á óvart hvað Óskar er góður að ríma. Duglegur drengurinn

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt!! bara byrjaður að blogga aftur Glæsilegt!! Glæsilegt!!

Sævar Jökull Solheim sagði...

Já, þetta var bara aðalega gert til að sjá hversu skarpir lesendur væru... óskar sýndi að hann kann þetta alveg og rímar eins og vindurinn

Nafnlaus sagði...

Svo þarf ekkert að rýma þegar að maður hefur bjór...

óskar

Nafnlaus sagði...

Er ég einn um það að tengja saman að það að Óskar skrifi alltaf nafnlaus(skrifar samt undir)við það að hann sé svo latur að hann nenni ekki að færa músartakkann á "name" hérna fyrir neðan ?

Eða fylgir hann ennþá heimspeki Önnu frænku sinni á Hesteyri um það sé bara hreinlega Tvíverk, ef ekki Síverk!

Nafnlaus sagði...

Áfram Chelsea!

Villi h