þriðjudagur, júní 27, 2006

Frakkar áfram

Frakkar komnir áfram í HM og mæta Brasilíu á laugardaginn! Fótboltapartý hjá mér allan daginn og ykkur er öllum boðið, skogvegen 1. Sjiiiiittt... þetta verður magnaður dagur (sem og föstudagurinn) og þvílík spenna komin í þessa keppni!! reyndar eru síðustu vikur búnar að vera algjör sæla! fullt af fótboltaleikjum hvern einasta dag! ég er strax farinn að hlakka til hm 2010. Veit reyndar ekki hvað maður á að gera af sér tvo næstu daga þegar það er pása í keppninni :)
Önnur keppni sem er ekki síður spennandi er HM draupnisins þar sem burrinn er að gera góða hluti og ætlar sér að sjálfsögðu ekkert annað en sigur!!!!

Er annars kominn til Noregs núna, þannig að það er tilgangslaust að reyna að hafa samband í franska númerið mitt...

7 ummæli:

Fanny sagði...

Elsku karlinn minn... gaman að heyra í þér ;)

Hlakka til að fá þig til Rvíkur. Þú veist hvað bíður þín, hreint á rúminu og matur í ísskápnum, rapsody tengdur og bjór og félagsskapur með.

Get ekki beðið. Endilega farðu að setja inn dagsetningar á þessu öllu saman

Nafnlaus sagði...

Tala nú ekki um barnapössunina,æluna,svefnleysið og auðvitað bleiuskiptin...

Sævar Jökull Solheim sagði...

Villi minn, þótt ég sé líffræðilegur faðir barnsins þá varstu búinn að samþykkja að ganga því í föðurstað! þannig að ekkert vera að koma þessu upp á mig.

Nafnlaus sagði...

Á nú eitthvað að fara draga úr því að þú hafir samþykkt að vera föst barnapía á virkum dögum og það sé hin raunverulega ástæða fyrir því að þú sért að koma heim.!

Bibba Rokk sagði...

Hvenær kemur svo kallinn :) alveg komin tími á gott djamm með Burra, jafnast ekkert á við djamm með Burra. Síðan hef ég ekkert séð seríu 4 í 24, en þú? Maraþon?

Nafnlaus sagði...

Frakkarnir verða bara betri og betri með hverjum leiknum.

Hvernig er það, verðurðu á Strætinu þegar þú kemur til Íslands?

Sævar Jökull Solheim sagði...

bibba... maraþon? JÁ!!!
ólafur... frakkar verða heimsmeistarar!!