

Ég verð í Podgorica, höfuðborg Svartfjallalands (Montenegro) en er enn að bíða eftir frekari upplýsingar um fyrirtækið sem ég verð hjá, eina sem ég veit er að þetta er eitthvað inn/útflutningsfyrirtæki og ég verð að vinna í markaðsdeildinni hjá þeim.
Það er heldur ekki orðið ljóst hvað ég verð lengi... en þetta verður eitthvað fram eftir hausti allavega þannig að maður missir af hinu frábæra íslenska sumri... en, æ, fokkit það koma önnur sumur eftir þetta... vona ég.

Serbar & Svartfellingar hafa lýst yfir áhuga á að ganga í Evrópusambandið en það stendur þeim þó fyrir þrifum að til þess að komast í sambandið þarf að rétta yfir Slobodan Milosevic í alþjóða eða mannréttindadómstólum en litið er á fyrrverandi herforingja sem þjóðarhetjur og þeir dáðir á þessum slóðum. Stjórnvöld standa því frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun hvort gera eigi það sem er landinu fyrir bestu eða að gera það sem almúginn vill.
Hér geta forvitnir lesið aðeins um sögu Júgóslavíu.
Já... ég ætla nú ekki að drepa fólk úr leiðindum með leiðinlegum skrifum um Serbíu & Svartfjallaland en... ég er allavega á leiðinni þangað og maður verður að reyna að læra aðeins um landið sem maður er að fara til... finnst ég ekkert vita og ekkert kunna!