hahaaa íslenskir stafir! jeeee
Dobre Jutro! (Vá hvað maður er orðinn magnaður í serbneskunni!)
Mér sýnist að ég hafi smá tíma til að blogga núna, þar sem sú sem hefur umsjón með mér í vinnunni mætir ekki alveg strax. Annars er nú vinnan ekki búin að vera upp á marga fiska, tengiliðurinn minn hér í fyrirtækinu kemur ekki fyrr en á föstudaginn til vinnu, þannig að þessa viku hef ég bara verið að fylgjast með hvernig allt gengur fyrir sig... keyrði t.d. um allan bæ með einum gaur í gær, bara að taka pantanir í verslunum.
Talandi um að keyra, umferðin hérna er sko í ruglinu! Maður var ekki fyrr kominn til landsins en það var öskrað á mann "what are you doing!!!" en þá hafði ég sest inn í bíl þeirra sem sóttu mig og ætlaði í sakleysi mínu að setja á mig öryggisbelti... "we don´t use that here, specially not in the back seat".
Og traffíkin, össs, hér veitti ekki af einu stk Ólafi löggu til að taka á málunum, held að óreiðutraffík sé besta orðið... biðskilda, stöðvunarskylda, gangbratir, hægriregla... allt má þetta muna sinn fífil fegri, því ekkert er virt... samt af einhverjum ástæðum gengur þetta upp. Ég held að það þurfi samt eitthvað mikið að gerast ef ég lendi ekki í árekstri eða einhverju áður en mjólkin í ísskápnum mínum rennur út (hún rennur reyndar út í september! hvurslags ofur mjólk er það eiginlega?)
Umferðastofustarfsmaðurinn ætlar að sjálfsögðu að taka á þessum málum, ég ætla að raula "augun mín og augun þín" og "somewhere over the rainbow" í tíma og ótíma og ef það virkar ekki þá verður maður að grípa til örþrifaráða eins og að henda börnum niður stiga og láta þau hlaupa fram af svölum! Það ætti að kenna þeim að haga sér í umferðinni!
Horfði á Jay Leno í gær, djöfull er Heather Locklear alltaf ferlega flott. Er annars með e-ð um 50 sjónvarpsstöðvar heima hjá mér, 48 þýskar! Svo er það CNN og CNBC, þannig að eina sem ég horfi á er hlutabréfaviðskipti, Jay Leno og Conan.
Fólk hér er mjög vingjarnlegt, allir vilja spjalla við mann þrátt fyrir að enskukunnáttan er oft af skornum skammti. Það er líka upp til hópa frekar hávaxið og myndarlegt. Heima á Íslandi er ég nú ekki stærsti maður í heimi... en hérna... I´m a goddam strumpur over here!
Svo er líka mjög fyndið þegar maður er að heilsa og kveðja vini sína, þá er alltaf "jóó Sjakkí" (sjakkí = sævar, þykir víst auðveldara að bera þetta fram) og svo eru einhver handabönd og eitthvað eins og við séum einhverjir gangstah
Bjórinn hérna er svo gott sem gefinst... sem er mjög gott
Þið kannski haldið að ég flatmagi hérna og safni bjórvömb og verði 200 kílóa sólbrúnn súkkulaðistrákur þegar ég kem heim... onei frá fyrsta degi hef ég, ásamt þremur drengjum, farið á hverju kvöldi út að skokka og gera æfingar, eða að spila körfubolta... jamm Sævar í körfubolta, það er sko sjón að sjá... kasta boltanum eins og stelpa! En þetta er gaman, og heldur manni í smá formi...
Vá, ég held að ég gæti blaðrað endalaust, en... get ekki verið lengur í tövlunni þannig að ég segi bless í bili!