föstudagur, október 31, 2008

"Æfingin skapar meistarann"

Mér var hugsað til þess áðan hversu fáránlega mikið maður spilaði körfubolta á yngri árum. Heima hjá mér voru ímyndaðar körfur fyrir ofan gang og bað hurðina þar sem iðulega var spilaður "körfubolti", ofast á móti yngri bræðrum mínum sem máttu sín lítils á móti risanum sem gat troðið og blokkaði auk þess flest öll skot þeirra, skil ekki ennþá hvernig þeir nenntu þessu.
Sverrir félagi minn var með körfu í innkeyrslunni... þar eyddum við endalausum klukkutímum, undirlagið var reyndar möl, en það var algjört aukaatriði þar sem mestur tíminn fór í troðslukeppnir og stöku alley-oop. Minnir að það hafi líka verið karfa á gilsbakka 3 en það var erfiðara að troða þar, nema að maður hoppaði af þvottahúströppunum, þá var séns.
Upphitun fyrir blakæfingar fóru yfirleitt í að skjóta á körfu... Óla Sig, Geir og fleiri þjálfurum til mikilla ama, við vorum jú ekki að æfa neinn helvítis körfubolta.
Karfan við barnaskólann var ferlega vinsæl, oft var smalað í lið og spilað þar. Snjór var ekki fyrirstaða, jafnvel bara bónus þar sem hann hækkaði undirlagið og jók möguleika á spjaldkaststroðslu að hætti Harold Miner í troðslukeppninni ´93.
Siggi Hallur var með körfu á svölunum, ef maður hitti ekki spjaldið þá fór boltinn út á götu... það var því öruggast að troða bara. Engu skipti þótt það væri 20cm hátt þrep á miðjum körfuboltavellinum, held að enginn hafi meiðst alvarlega.
Tilkoma fjögurra karfa á malbikaða vellinum við hlið malarvallarins var gríðarlegur hvalreki á fjörur körfuboltaáhugamanna. Þar gat maður reyndar ekki troðið en þar var mikið spilað og jafnvel tekið þátt í "steet ball" keppnum, alveg atvinnumanna.

Þrátt fyrir alla þessa körfuboltaiðkun þá er alveg ótrúlegt að ég get ekkert í þessari íþrótt! Kann ekkert að dribbla, skýt eins og stelpa og er fyrirmunað að hitta ofan í djöfulsins körfuna.
Þið skulið ekki láta blekkjast ef einhver segir við ykkur að æfingin skapi meistarann... það er kjaftæði!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ja hérna, minningarnar fóru heldur betur af stað þegar ég las um þessa körfuboltatíma hjá þér. Takk fyrir þetta Sævar.

En æfingin skapar samt meistarann... þú verður að átta þig á því að þú ert bara að tala um sjálfan þig í þessu samhengi :p

Nafnlaus sagði...

Mér er ummunað að biðja þig að útskýra gilsbakka 3:)

vh

Sævar Jökull Solheim sagði...

Það er reyndar rétt Ólafur, en vill samt meina að það eigi að breyta þessu orðatiltæki í t.d. "þú gætir kannski orðið góður ef þú æfir þig" :)

ummunað? hvað þýðir það?

Nafnlaus sagði...

Sæll frændi!Það var mikið afrek að ná að troða af tröppnum:) en svo var líka hægt að troða af kantsteininum....pabbi átti ekkert að setja helv.hringinn svona hátt..var eitthvað hræddur um hringinn!hehe. ótrúlegt hvað það var mikill körfubolti spilaður heima,því þetta var jú aldrei æft...mér er minnistæðast af þessu körfuboltabrölti...allir sáru puttarnir eftir að hafa verið að reyna troða sem fastast:)