föstudagur, október 24, 2008

útlegð á enda

Þá er 7 ára útlegð á enda. Maður er aftur orðinn vesturbæingur... nánar tiltekið Reynimelsbúi. Það mun væntanlega hafa ákveðnar afleiðingar í för með sér. Má þar nefna hluti á borð við óhóflegt át Hagamelsíss, skítaafskolun í vesturbæjarlauginni, heimsóknir í frostaskjól næsta sumar, verslað með celeb'unum í Melabúðinni og gríðarlega hár matarreikningur enda verslað í Melabúðinni. Stærsta breytingin verður þó að hægt verður að reka við án þessa að rýmið sé svo lítið að lyktin verði búin að dreifast um alla íbúð á 5 sekúndum...

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta gamli. Ég skal koma á þriðjudaginn og prumpa með þér
kv
Þorlákur

Nafnlaus sagði...

Til hamingju granni :)

Vesturbæjarkveðja
Höskuldur

Sævar Jökull Solheim sagði...

Takktakk.
Ahhh... það verður góður þriðjudagur!
Höski, heyrði í Jóni og Bjarna áðan, þeir voru ýber-hressir og bara geim í þetta hvenær sem er.

Nafnlaus sagði...

Ég hélt að þú byðir okkkur í skottís í Kópavogi áður en þú myndir flytja.

En til lukku með þetta. Hvenær er innflutningspartí?

Sævar Jökull Solheim sagði...

já, maður hefði átt að halda gott skottís útflutningspartý... en þetta gerðist nú allt á 4 dögum... þannig að það gafst aldrei séns.
Innflugningspartýsdagsetningin hefur ekki verið ákveðin.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta og velkominn í Vesturbæinn :)

Nafnlaus sagði...

Frábært enda gegt hressir gaurar, þetta verður svaka stuð :)

Höskuldur

Nafnlaus sagði...

Allveg sama hvar þú býrð Sævi minn, það verður alltaf sama skítalyktin af þér

Sævar Jökull Solheim sagði...

ekki spurning, maður verður að halda stöðgugleika á einhverju sviði