föstudagur, mars 10, 2006

æm alæv

jæja... ekki rétt að láta við sér, þó ekki nema bara að tilkynna að maður sé á lífi.

Íslandsferðinn er lokið, hún varð reyndar lengri en til stóð þar sem það var hreinlega bara allt of gaman til fara til baka. Hún stóð þar með í tæpar 3 vikur og þökk sé frábærum, yndislegum, mögnuðum, dásamlegum, sætum og góðum vinum og fjölskyldu þá leiddist mér ekki í eina mínútu á meðan dvölinni stóð, ég vissi að þetta yrði gaman en þessu átti ég ekki von á.
Það stóð nú til að koma með einhverja ferðasögu en ég held að ég hreinlega sleppi því, hún yrði hreinlega svo fáránlega löng að ég nenni því ekki auk þess sem enginn myndi nenna að lesa hana.
Í stað þess vil ég bara ÞAKKA ÖLLUM MÍNUM NÁNUSTU VINUM OG ÆTTINGJUM (ÞIÐ VITIÐ HVER ÞIÐ ERUÐ) AUK ANNARRA SEM ÉG HITTI Á MEÐAN DVÖLINNI STÓÐ FYRIR FÁBÆRAR VIKUR, ÞÆR VERÐA LENGI Í MINNUM HAFÐAR.
Nú er bara njóta þess að vera hér í faðmi fjölskyldunnar enda endist það ekki nema í tæpa viku :(

Jæja... nóg af væli og snúum okkur að alvöru lífsins... fótbolta.
Liverpool dottnir út úr meistaradeildinni sem er nett áfall, sérstaklega í ljósi þess hversu illa gekk að nýta þau endalaust mörgu færi sem þeir fengu. Sjálfur hefði ég skorað úr amk færinu sem Crouch fékk einn á móti markmanni og furða ég mig í rauninni á því hvers vegna er ekki ennþá búið að hafa samband við mig. Ég held þeir séu hreinlega ekki búnir að fatta mig... en það kemur, það hlýtur að vera! Reyndar hlýt ég líka að vera shortlistaður sem manager ef Benitez skyldi fara til Madrid. Ég meina... það þar engan geimeðlissálfræðing til að sjá að það þýðir ekki að byrja með mann (Morientes) inná sem hefur ekki gert shit í allan vetur í mikilvægasta leik tímabilsins þar sem liðið varð að skora!
Annars þýðir ekki að svekkja sig á þessu... maður horfir bjartur fram á veginn og sér fram á annan sigur á Arsenal á sunnudaginn!!!

Fór í bíó í gær og sá loksins Munich. Snilldarmynd! Hlakka til að sjá næst Syriana. Annars var ég að horfa á trailer af Davinci Code og það er mynd sem ég er virkilega spenntur fyrir, sérstaklega eftir trailerinn.

Annars er maður í óða önn að læra allan andskotann um Paris og frakkland þessa dagana... enda styttis óðfluga í brottför! ekki laust við að maður sé að reyna að ná nokkrum frösum líka... þroskaheft tungumál maður!

jæja... farinn að horfa á Amelie eða eitthvað álíka gáfulegt

étið skít

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Koma svo ekki á bilinu 800-1000 myndir í burraalbúmið? Lærðu nú sögu Frakklands vel svo þú getir miðlað henni til túristanna :) Stattu þig!

Sævar Jökull Solheim sagði...

jú það er rétt ólafur... það gleymdist að nefna að inná burramyndasíðuna kemur inn bunki af myndum von bráðar.
Jú, maður gerir sitt besta í sögunni... ertu kannski með einhver góð ráð minn kæri?

Nafnlaus sagði...

Nei, engin sérstök. Hlakka bara til að sjá myndirnar :)

Bibba Rokk sagði...

Takk fyrir frábærar stundir þegar þú varst á landinu :) ég mun halda áfram að æfa snúninginn þar til þú kemur næst :9

Nafnlaus sagði...

"Étið skít" er örugglega fínn frasi í Frakklandi

Nafnlaus sagði...

Gaman að sjá þig sömuleiðis venur...gangi þér rosa vel í Frankrig ;)

Sævar Jökull Solheim sagði...

já reynir... barði vinur minn lenti í honum kröppum með því að endurtaka orðið MERDE í sífellu. Kannski maður prufi það.

Takk Heiða :) Já Bibba þó þróar snúninginn enn frekar :)