þriðjudagur, mars 14, 2006

myndir og e-ð

búinn að setja dágóðan bunka af myndum frá Íslandsreisunni á myndasíðuna... tékkitát.
Fékk nokkrar myndir lánaðar hjá Barða frá afmæli Fannýar þar sem ég var ekki með cameruna. Tók líka 3 hjá dichmilch frá Wigwam tónleikunum, þar sem ég gleymdi myndavélinni í partýinu :(
But anyway... held ég láti þennan myndabunka vera mína ferðasögu frá Íslandi enda segja þær víst meira en 1000 orð ekki satt.

Annars verður þetta síðasta bloggfærslan í bili þar sem að á morgun fer ég til tékklands í 5 daga og þaðan beint til París. Mun að sjálfsögðu gera mitt besta til að láta amk vita af mér sem fyrst.

Einhverjir hafa boðað komu sína til París í sumar og ætla að sjálfsögðu að hafa samband, aðrir eru að spá í því og hinir eru bara ekki búnir að fatta að þeir séu að fara til París í sumar... Ég set númerið mitt úti hérna inn eins fljótt og ég veit það en annars er emailið saevarjokull@gmail.com

Lag dagsins = "stone me into the groove" með "Atomic Swing"

Bless í bili og hafið það gott

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Glæstar myndir!

Nafnlaus sagði...

Stone me into the groove rokkar akfeitan alígölt!

Var það ekki á Heyrðu 8 eða eitthvað svoleiðis??

Bibba Rokk sagði...

Flottar myndir :)

Nafnlaus sagði...

þvílíkt lag, alger snilld, minnir að Einar í Skálateigi hafi beðið okkur um að hætta að spila þetta hundarokk í egilsbúð einhvern tíman

Nafnlaus sagði...

skemmtilegar myndir, ég var hálf kjánaleg....er nebblega að skoða þetta í tíma og sumar myndirnar eru ansi skondnar. skólafélagar mínir halda örugglega að ég sé eitthvað skrítin;)En gangi þér vel í París minn kæri:)
kveðja Matthildur

Nafnlaus sagði...

ertu semsagt ad segja ad tu verdir ekki herna um paskana tegar tu attir ad heimsækja mig?? durtur!

Nafnlaus sagði...

Alveg lovlí myndir! Hef aldrei tekið eftir því áður hvað ég er með einstaklega fallega tungu! :)
kv. Guðrún Lára aka Gugga Lopez

Nafnlaus sagði...

Uss misti greinilega af miklu. En ætla að boða komu mína til Parísar í sumar einhvertímann á tímabilinu 3. júni til 6. júli. Gott að vita af einhverjum þarna sem maður þekkir.

Sævar Jökull Solheim sagði...

hehe... haettid tessu hundarokki ;)
Olla tu vildir ekkert fa mig tegar eg gat komid!
hehe... glaesilega tungan gudrun :)
Ja, endilega lattu heyra i ther tegar naer dregur Arna! :)
Takk oll fyrir ad kommenta!!! :D