miðvikudagur, september 21, 2005

(al)þjóðaréttir

Ég hélt að maður gæti gengið að því vísu að þegar maður kemur inn á veitingastað alþjóðlegrar skyndibitakeðju þá á maður allstaðar að geta fengið það sama... oooneiii... Á KFC í austur evrópu er hreinlega ómögulegt að fá BBQ borgara! HVAÐ ER ÞAÐ?!?! Ef Ásgeir Rúnar vinur minn væri hérna með mér núna þá myndum við fara í hungurverkfall!! ...eða nei, kannski ekki hungurverkfall, það er of erfitt, en við myndum klárlega stofna til mótmæla aðgerða, enda báðir miklir KFC BBQ borgara aðdáendur.
Kannski þetta hafi eitthvað að gera með það hvað þeir vilja ómögulega blanda saman sætum og söltum mat. Annað hvort borðaru sætt eða salt... punktur. Ég veit ekki hvert serbneskir vinir mínir ætluðu við morgunverðarborðið þegar ég setti BÆÐI ost OG sultu á brauðið mitt, svo hneykslaðir voru þeir og ekki séns í helvíti að fá þá til að smakka góðgætið.

Ég held ég láti skyndibitann bara bíða þar til maður kemur heim, enda þjóðlegri réttir hér stórgóðir.

Að lokum...
Tímabilið byrjar ekki alveg jafn vel og vonast var til... en góðu fréttirnar eru að enginn leikur hefur tapast og meistaradeildarbaráttan byrjar vel.
Get ekki beðið eftir að sjá þessar hetjur þann 15. okt.
Ætlar einhver að joina?


Kv. frá Prag

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég myndi frekar joina með þér á Villa Park þann 5. nóv...

Dillibossi Knúdsen sagði...

heheh hvað segiru þá um sætt laufabrauð með smjöri... þannig var þetta út í sviss.. vissi ekki hvert fólkið ætlaði þegar ég sagði þeim að heima á Íslandi væru laufabrauðin sölt og kartöfulstappan sæt.. þetta er akkurat öfugt þar hehe

Fanny sagði...

Brilliant að fá fréttir af þér. Þarf að fara að senda þér mail. Plenty going on hérna heima svo að missa af.
t.d. stöð 2.
Idolið að byrja.
Díana fékk lánaðan DVD hjá mér.
Bibba eldaði geggjaðan hammarra.
Sturtan byrjuð að leka.
You´now hlutir sem gerast bara aldrei. Allt í gangi á Íslandi.
Sorry ég skrifaði þetta. Er viss um að þú viljir miklu frekar koma heim núna eftir þessa lesningu, heldur en að vera út í heimi að gera eitthvað spennandi og upplifa eitthvað nýtt á hverjum degi núna þegar þú sérð hvað okkar líf er ÞVÍLÍKT spennó. Drama, drama.

Sævar Jökull Solheim sagði...

Fanný...
þú ert yndisleg! :)