föstudagur, september 23, 2005

Klukk

Ég hef verið duglegur að vafra um bloggheima síðustu daga og mér til mikillar skemmtunar hefur blessaður klukkleikurinn dreift sér um bloggsíður eins og vírus. Það er gaman að lesa tilgangslausar staðreyndir um vini sína en... skemmtilegheitin urðu minni eftir því sem á leið, ástæðan... jú, enginn klukkaði burrann! Á hverjum degi skoðaði ég bloggsíðu allra í heiminum og... ekkert klukk, mér leið eins og ég væri gleymdur, skilinn útundan, þetta jaðraði við einelti. En svo kom að því maður! af mikilli miskunarsemi, næsleika og tilfinningagreind klukkaði Smárason mig eftir að hafa talið upp 5 mjög skemmtilegar tilgangslausar staðreyndir um sjálfan sig.

here we go...

1. Ég heiti Sævar Jökull Solheim. Ég er 3/4 íslendingur sem gerir það að verkum að ég tel mig ekki vera orðinn drukkinn fyrr en ég get engan veginn gengið eðlilega, hreyti þoglumæltum fúkyrðum yfir annað fólk og allt kvennfólk er orðið fallegt. Kjeellingar í útlöndum þykjast vera orðin "drunk" eftir 3 bjóra.
Ég er 1/4 norðmaður sem gerði það að verkum að norska ríkið vildi ólmt dæla í mig peningum á meðan námstíma mínum stóð.
Ég er þó farinn að efast um þennan uppruna minn þar sem undanfarna 3 mánuði hef ég iðulega fengið að heyra að ég líkist mest "typical Serbian hooligan" eða "dæmigerðri serbneskri fótboltabullu"
Áfram Partizan!

2. Ég hef á ferðalagi mínu markvisst þróað með mér mikla ofsahræðslu við moskító, mýflugur og önnur lítil ógeð sem stinga mann og láta mann fá litlar bólur sem mann klægjar í og klórar sig til blóðs útaf.
Á hverju kvöldi úða ég skordýraspreyi á sjálfan mig og um allt herbergið (þrátt fyrir að vita að eina lifandi veran þar er ég), leggst svo undir sængina og þjappa henni vel að mér um allan líkama til að tryggja að ef fluga bíður eftir mér í laumi undir sænginni þá er hún að minnsta kosti dauð eftir þjöppunina. (stefni á að óska eftir sálfræðitíma hjá fyrrgreindum Smárasyni þegar ég kem heim)

3. Mér finnst of gott að sofa og finnst 13:00 vera ákjósanlegur tími til að skríða framúr.
Ég geri stundum heimskulega hluti þegar ég sef. Á yngri árum í Noregi vöknuðu foreldrar mínir eitt sinn upp við það að ég stóð og pissaði á HE-MAN kastalann minn og alla HE-MEN kallana. Á marbakkanum kastaði ég sænginni út um gluggann, pabbi þurfti að hlaupa út á brókinni og sækja hana. Í Svartfj.landi vakti ég Vincent (meðleigjandann) til að tilkynna honum að hann væri með missed call... sem var að sjálfsögðu ekki rétt.

4. Til er margskonar fíkn, s.s. koffín- nikótín- kynlífs- áfengis- spila- og netfíkn.
Ég er fíkill í mjólkurvörur.

5. Í fyrra datt Eyþór Arnalds á hausinn á mér þar sem ég sat í sakleysi mínu í tröppunum sem liggja ofan í laugardalslaugina.
Fyrst Eyþór Arnalds er að detta á fólk út um allt þá hlýtur það að vera töff, þannig að stuttu seinna tók ég upp á því að hrynja niður allan bratta stigann á Hverfisbarnum. Hvernig ég stóð ómeiddur (fyrir utan rassverki næstu 2 mánuðina) upp frá því er mér ráðgáta... en ég var allavega töff... eins og Eyþór.

Ég klukka Ólaf Arnar, þótt búið sé að klukka hann... dobbúl klukk félagi! Þórarinn á splunkunýja blogginu, mellurnar, Villa Harða og Dich Milch hommana.

Góða helgi

2 ummæli:

Fanny sagði...

Já.

Ástæða þess að þú varst ekki bloggaður af þínum nánustu er sennilega því að þú ert einhversstaðar út í heimi, símalaus, visalaus og skólaus. Einhvern vegin datt mér ekki til hugar að þú hefðir tök á því að blogga svona klukkdæmi. En að sjálfsögðu finnur Solheiminn tíma til nauðsynjahluta. MY BAD!

Heyrumst.

Bibba Rokk sagði...

Ég klukkaði þig ekki vegna þess að þú hafðir ekki bloggað í slatta tíma þegar ég var klukkuð, ég biðst innilega afsökunar.

Frábært að heyra smá fréttir í þér og það verður gaman að fá þig aftur til Íslands, verðum að rífa upp Hverfisbarinn og taka nokkrar byltur í stiganum