fimmtudagur, september 29, 2005

Músík
Ég, ásamt 150 þúsund pólverjum, fór a Sting tónleika á laugardaginn. Það var magnað helvíti, ekkert smá góður a tonleikum kallinn!
Á sunnudaginn fór ég á útitónleika í fallegum garði þar sem píanoleikari sem ég veit ekki hvad heitir spiladi verk eftir Chopin, þad var einnig afskaplega fínt. Set myndbrot af bádum tónleikunum hérna inn við tækifæri.
Frá mér kemur því miður lítið af tónlist þessa dagana... nema einstaka trall og humm.

Boltinn
Vildi að ég gæti sagt fótboltafréttir af sjálfum mér, ekkert smá sem ég sakna þess að spila! Hlakka til þegar ég kem heim i janúar að byrja á fullu med þriðja uppáhalds liðinu mínu, á eftir Liverpool og BN'96, FC Ice.
Liverpool gerði jafntefli vid Chelsea i gær eftir að hafa verið betri aðilinn í leiknum og fengu ekki dæmt verðskuldað víti... svekkjandi.
Ég er ekki sammála dómum sem sumir leikmenn fengu, Alonso var sagður vera slakur, mér fannst hann einn besti maður leiksins, stoppaði miðjuspil chelsea hvað eftir annað með frábærri baráttu. Ég er orðinn rosalegur aðdáandi Peter Crouch, hann var líka einn besti maður leiksins i gær, frábær leikmadur þarna á ferð... held ég seti bara mynd af þessum 2,02 metra tannstöngli, þar sem hann er að taka tvo manchester titti í nefid í skallaeinvígi, í lok þessarar færslu, honum til heiðurs.
Þad er ljóst að það verður hörð barátta um hvaða nafn verður aftan á búningnum sem ég mun kaupa mer í Liverpool.

Lífið
Annars er lífið bara ljúft... Fer til Krakow, sem þykir mjög fallegur staður, á morgun og verð yfir helgina. Auschwitz fangabúðirnar eru ekki langt frá þeim stað þannig ad það er spurning hvort maður kikki ekki þangað í leiðinni.
Er ad leita mér að upplýsingum hvar maður nálgast miða á landsleikinn Pólland-Ísland 7. okt. Það verður stuuuuð...

Sælar

3 ummæli:

Dillibossi Knúdsen sagði...

Vá pældu í því fyrir ekki svo mörfum árum var það það versta sem gat komið fyrir manneskju að fara til Auschwitz, en í dag flykkist fólk þangað... humm what are the odds!!.... heheh Ferðamennska á kvalarfullustu stöðum heims...

Nafnlaus sagði...

Varðandi þetta með Auschwitz, þá mótmæli ég síðasta ræðumanni. Þetta er vegna áhrifa sagnfræðinnar ;)

p.s.: Ég hef alltaf séð eftir því þegar Aston Villa seldi Crouch. Stór og mikill snillingur þar á ferð.

Fanny sagði...

Það eru nú fáir sem þekkja jafn mikið af pólverjum og ég. Láttu vita ef þig vantar eitthvað. Þekki lið um allt pólland;)