fimmtudagur, september 01, 2005

Sarajevo, part III of III

Myndirnar má stækka með því að smella á þær

Nóg komið af stríði og morðum.
Sarajevo er mjög falleg borg sem gaman er koma til, sértaklega í múslimska hlutann þar sem umhverfið er svo allt annað en í hinum nýtískulegri hluta. Á göngugötu bæjarins gengur maður úr röð tískuvöruverslana (mynd 1) yfir í annan heim, undirlagðan af götusölum, járnsmiðum og tyrkneskum veitingastöðum, (mynd 2) ótrúlegt að breyta svona um umhverfi með því einu að labba 3 skref.
Tyrkir réðu lengi ríkjum í Sarajevo og mætast því þarna ólíkir menningarheimar og það er eitt af því sem mér finnst mjög merlilegt og skemmtilegt við þessa borg. Hún er ein af sönnunum þess að fólk með mismunandi trúarbrögð getur vel lifað í sátt og samlyndi, því til sönnunar er þarna fjöldi "anda-/bænahúsa" og í aðeins 500 metra radíus má finna kaþólskar kirkjur, moskur múslima, "monastery" orthodoxtrúaðra og synagógur gyðinga... svo er bara að velja á milli, bentu á þann sem að þér þykir bestur.
Ef ég stæði frammi fyrir vali þá myndi ég líklega ekki velja að vera múslimi... það er eitthvað svo mikið vesen, að þurfa að fara með bænirnar á sérstökum stöðum 5 sinnum á dag. Stúlkurnar á mynd 3 eru einmitt á leið til bæna. Mig langar samt núna rosalega mikið að fara til einhvers lands þar sem múslimar ráða ríkjum... held að það sé mjööög áhugavert... kannski það sé bara næst á dagskrá.

Þar með lýkur þessari Sarajevo trilogíu :)

Jæja... 3 blogg þessa vikuna, ég held að það sé persónulegt heimsmet sem ég mun reyndar slá á morgun!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta voru sérstaklega skemmtilegar bloggfærslur hjá þér Burri! Maður fær meiri áhuga á að fara til Balkanskagans eftir svona góða kynningu...

Ég mæli enn með því að þú farir til Tyrklands, eða jafnvel Líbýu og heimsækir Gaddaffi :p

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir fræðsluna ;) Ég mæli enn og aftur með mastersnámi í sögu!
Iceland Express er að fara fljúga til Bergen næsta sumar...er það ekki nær "heimabæ" þínum en Osló?? Kannski maður fari að kíkja til Norge...