föstudagur, september 02, 2005

farinn hættur búinn bless

Sælar!

Þá er maður bara að kveðja Svarfjallaland maður... þetta er búið að líða ótrúlega hratt og búið vera hreint magnað.
Ekki laust við það að maður hafi loksins hrunið í það í gær! er rétt núna að ná áttum. Þótt maður hafi verið búinn að sulla í bjór í mest allt sumar þá hefur alveg vantað að hrynja í það með stæl og verða sjálfum sér og öðrum til háborinnar skammar... það var ljúft!!!

Í dag var síðasti dagurinn í vinnunni. Alltaf leiðnilegt að kveðja, en fokkit læf gós on.
Það er nú því miður oft þannig að góðum fylleríum fylgir þynnka. Dagurinn í dag var óbærilegur en það gerðist samt frekar fyndið atvik í vinnunni sökum þynnku... allt starfsfólkið var kallað saman í smá partý, ég fékk slatta af kveðjugjöfum og fólk gúffaði í sig veitingum (sumir höfðu enga lyst) og svo var formlega verið að þakka mér fyrir sumarið og eitthvað nema hvað... Sævar, sem sökum þynnku sá bara allt svart reyndi að brosa blítt þrátt fyrir þynnkusvitann sem perlaði á enninu en viti menn... í miðri tilfinningaríkri ræðu forstjórans þurfti strákurinn að skila morgunmatnum og það strax!! þannig að það var ekkert annað að gera, þrátt fyrir að augu allra væru á manni, en að segja bara ekskjús mí og bruna af stað í áttina að baðherberginu með hönd fyrir munni...
Já... eftir að kornfleksið hafði farið út sömu leið og það fór inn var frekar vandræðalegt að koma til baka og láta sem ekkert væri. Hressandi að koma með svona "last impression" :)

Þótt vinnan sé búinn og maður fer að yfirgefa Svartfjallaland er ekki þar með sagt það séu leiðinlegir dagar framundan... onei... planið er eftirfarandi: Podgorica -> Króatía (Dubrovnik, Split, Sagreb) -> Serbía (Subotica) -> Ungverjaland (Budapest) -> Tékkland (Prag) -> Pólland (Warshaw, Krakow ofl.) -> England (London, Liverpool) -> Noregur. Áætlaður komutími til Íslands... Janúar.
Þetta er nú gróft plan og margt gæti breyst í leiðinni þar sem lítið hefur verið gert af því að panta gistingu og ferðir fyrirfram.

Jæja... veit ekkert hversu mikið maður bloggar í túrnum
kemur í ljós
verið hress, ekkert stress... bless

8 ummæli:

Bibba Rokk sagði...

Heyrðu, hvenær á ég að hitta þig í Liverpool? Læt þig ekki fara einan á leik maður ;) Eða kannski ég og Matta kíkjum bara á þig til Noregs, erum búnar að plana lengi ferð þangað.....

Dillibossi Knúdsen sagði...

Vá held ég hafi sagt þetta all oft áður á blogginu þínu.. en ég held því þá bara áfram.... "ÖFUND ÖFUND"... vá hvað þetta verður geggjuð ferð hjá þér :o)
Hlakka til að lesa fleiri fréttir af þér á ferðalaginu og öfundast... en samt á góðan hátt sko :o)

Nafnlaus sagði...

sjitt hvað þú ert mikill snillingur..
óskar

Nafnlaus sagði...

Ferða planið hljómar mjög spennandi..segi nú bara sama og Díana ÖFUND ÖFUND.. En minn tími mun koma... Góða ferð!!
Kk Arna Guðný

Sævar Jökull Solheim sagði...

Takk fyrir það mín kæru! :)
Við þetta má bæta að Slóvenía var líklega að bætast á planið :)

Sævar Jökull Solheim sagði...

já og bibba og allir aðrir sem vilja fara á leik... ég verð í liverpool 14 okt.

Nafnlaus sagði...

Ég hef nú á tilfinningunni að það sé nú meira í kjaftinum á Bryndísi að fara á leik heldur en í alvöru...ef ég þekki hana rétt ;)
Ég mun hugsa fallaga til þín á ströndinni í Lanzarote :) Góða ferð!

Fanny sagði...

ooohhh elskan. Við vörum að fá póstkortið frá þér. Love you to;)
Ekkert héðan að frétta. Allt skraufa þurrt og ekkert um að vera. En engin örvænting: Helgin ekki langt undan:)