þriðjudagur, júlí 04, 2006

Atvinnuleitin er hafin...

ef einhver veit um spennandi vinnu handa bráðrgreindum (mín skoðun og flestra annara sem hafa yfir 28 ára reynslu af mér), harðduglegum (aftur mín skoðun en mig minnir að einhver annar hafi líka einhverntíman sagt þetta um mig... ahhh... já það var í grillveislu hérna um árið... pulsuátkeppni), myndarlegum (mamma hefur oft sagt að ég sé það... og mér finnst það líka sjálfum), skemmtilegum (mín skoðun og allra vina minna! samt. 3 stk), stundvísum (það er tóm lýgi en batnandi mönnum og allt það...) og heilbrigðum (saklaus uns sekt er sönnuð) dreng, þá endilega látið vita. Get útvegað upplýsingar um meðmælendur (sem fæstir vilja líklega kannast við að hafa haft mig í vinnu... nema kannski bróðir minn) og ég geri mjög hógværar kröfur um laun (fer aðeins fram á að geta keypt mér hús, bíl, konu, viðhald, börn og hund fyrsta eina og hálfa árið.... nei djók, hata hunda)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það eru nokkur spennandi störf í boði hjá Subway.Það er spurning hvort að við eigum ekki að láta "gamlan draum" rætast.Ég hef gríðarlega trú á því að viðskiptamenntun þín myndi koma sér vel sem sölumaður með derhúfu á Subway.

Orri sagði...

Það er rétt. Ég sá líka starsfólk óskast á McDonalds og KFC í Skeifunni. Endalaus tækifæri fyrir þig í matvælaiðnaðinum.

Nafnlaus sagði...

Þú sækir um eitthvað stórt Job hjá Alcoa maður og enga vitleysu drífa sig bara alla leið Heim ekkert reykjavíkur Rugl. Reykvíkingar ERU PAKKKK

Bibba Rokk sagði...

Veit líka að nýja Ikea bráðvantar starfsfólk, sérstaklega Íslendinga. Annars ef þig vantar meðmæli þá á ég en þá bréfið sem við skrifuðum fyrir "sumarfrí-jobbið" sem aldrei varð neitt af.

Og varðandi færsluna hér fyrir neðan, þú ert fallegur innan sem utan, og ekki hægt að gera upp á milli hvort ber af :)

Sævar Jökull Solheim sagði...

Ikea, KFC og ekki síst Subway... með derhúfu! hljómar allt mjög vel, fer í að kynna mér þetta. En McDonalds! það er fyrir neðan mína virðingu sko! ...þau eru reyndar með flottar derhúfur þar líka... hmmm...

Takk fyrir það Bibba mín, þú ert alltaf jafn góð... verst að þetta þýðir skv. textanum að það sé eitthvað mikið að í hausnum á mér :p