miðvikudagur, júlí 05, 2006

Fréttir af fræga fólkinu

Undanfarið hefur sést til Sævars Jökuls Solheim knattspyrnusnillings og góðvinar Fjölnis Þorgeirssonar spóka sig um í veðurblíðunni í Kopervik sem er friðsæll bær á eyjunni Karmøy við vesturströnd Noregs.
Haft var eftir fjölskyldu og vinum Sævars að hann hafi valið að eyða fríinu á þessum stað vegna einstakar veðurblíðu, góðs aðgengis að hvers kyns vatnaíþróttum, nálægð við Subway og vegna þess að þarna fær hann að mestu frí frá aðgangshörðum fréttariturum, svokölluðum paparazi.
Ekki hefur hann þó alveg verið laus við paparaziana því myndinni hér að neðan tókst fréttaritara eins slúðurblaðana að smella af kappanum er hann var á göngu ásamt innfæddri stúlku í litlum skógi skammt frá heimili sínu í fyrradag.
Það hefur vakið heimsathygli hversu... sólbrúnn Sævar er orðinn.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú virðist hafa tekið stakkaskiptum erlendis. Hafðu það gott í fríinu.

Nafnlaus sagði...

það verður erfitt að koma þessu í speedo skýluna....
Kv Matta:)

Nafnlaus sagði...

öss hvað þú ert orðinn brúnn sævar, þú færð sko bara að vera í síðbuxum og síðermabol á Tyrklandi svo restin af hópnum falli ekki í skuggann af þér:)

kv silla

Sævar Jökull Solheim sagði...

heheh.. reynum að finna eitthvað út úr því Matthildur... er ekki annars opið í "Stórar Stelpur" á mánudaginn?

Nafnlaus sagði...

Hah, það er aldeilis þú tekur lit þarna á sólaströndinni við Utsiru... Það var iðullega ruglast á mér og Tyru Banks eftir að ég kom þaðan fyrrahaust! En gott að sjá þú sért samur við þig!